Heimir Már tætir RÚV í sig og Sunna Karen svarar – „Þú fékkst upplýsingar um að fréttin færi í loftið klukkan 18“

Ritstjórn DV

2025-03-24 09:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Heimir Már Pétursson, fyrrverandi fréttamaður og núverandi framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi Flokks fólksins, vandar fréttastofu RÚV ekki kveðjurnar.

Eins og öllum ætti vera ljóst sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í síðustu viku þegar í ljós kom til stæði flytja fréttir af ástarsambandi hennar og ungs manns fyrir rúmum 30 árum.

Heimir Már, sem á langan feril baki sem fjölmiðlamaður, gerir málið upp í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og hefur vakið talsverða athygli.

Segir þetta standa eftir

Skrifaði þetta í athugasemd við færslu á FB þar sem býsnast var yfir því fólk gerði athugasemdir við vinnubrögð fréttastofu Ríkisútvarpsins ohf og þau réttlætt með aldursmun Ástu Lóu og barnsföður hennar:

Hann var þá líka fullorðinn maður samkvæmt lögum þegar þau sváfu saman. þau höfðu áður verið vinir innan safnaðar þar sem þau hittust. Það var sem betur fer ekki bannað fyrir 36 árum fremur en vera vinir þótt 6 ár skilji fólk í aldri, segir hann.

Sjá einnig: Sonur Ásthildar Lóu stígur fram: Kannski verið vert spyrja hversu margar af þessum 24 klukkustundum hann nýtti til samveru með mér

Hann segir þetta standi eftir:

Fullyrðing um Ásta hafi verið leiðbeinandi piltsins og þar með í valdastöðu er röng. Fullyrðing um tálmun er röng. Fullyrðing um pilturinn hafi verið 15 ára þegar samlíf hans og Ástu hófst er röng. Fullyrðing um um þvingun hafi verið ræða gagnvart piltinum er röng, að hans sögn sem staðfestir frásögn Ástu.

Heimir segir um öll þessi atriði hafi ríkismiðillinn sem þykist vandur virðingu sinni ekki kært sig um.

Þegar viðtalið var tekið við Ástu kl rétt rúmlega sex hafði frétt án hennar sjónarmiða verið send út í Speglinum kl 6 og fyrir klippt sjónvarps frétt full af rangfærslum með tilvitnunum í hegningarlög nútímans og refsirammi þeirra laga tíundaður. Laga sem GILTU EKKI ÞÁ í allt öðru samfélagi. Grafík og alvöruþrungin stand-up sem tekin voru upp áður en allar ásakanir höfðu verið sannreyndar. Öll fréttin án sjónarmiða Ástu, segir Heimir Már og bætir svo við:

Þegar viðtalið við Ástu var loks tekið upp, sem ég var vitni , vissi fréttamaðurinn síðan ekki hvaðan á hana stóð veðrið þegar hún sat uppi með eina skúbb málsins: ráðherrann hafði sagt af sér og ekki hægt krefja hana afsagnar. Enginn eftirför framundan í marga daga eða vikur eða hvað?

Heimir Már endar grein sína á þessum orðum:

Eftir þetta kom fát á fréttamanninn sem gerði sig líklega til láta viðtalinu lokið, þannig minna þurfti hana á það væri kannski rétt spyrja frekari spurninga. Hvers vegna fréttastofu allra landsmanna svona mikið á siðareglur voru látnar fjúka út í veður og vind? Skildi það vera óttinn við einhver annar yrði fyrri til skúbba, reiða til höggs einhver í hrútakofanum við Hádegismóa kannski? Heimilisfang sem kannski ætti breyta í Útímóa og Efstaleitinu í Neðstaleiti?

Truflandi viðtalið viðstöðulaust

Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttakona sem flutti fyrstu frétt af málinu, svarar Heimi Má en þau unnu saman á fréttastofu Stöðvar 2 fyrir nokkrum árum.

Ég svaraði þessari athugasemd frá þér áðan og er ljúft og skylt gera það aftur, segir Sunna og bætir við:

Heimir. Þú talar um 36 ár. Fyrir 36 árum var árið 1989. Barnsfaðir ÁLÞ var þá fimmtán ára. Sem passar við frásögn hans um þeirra samband hafi hafist þá, árið 1989. Þú segir sex ár skilji þau í aldri-hið rétta eru sjö ár, segir hún og nefnir eftir standi þetta:

Leiðbeinandi er orð sem þú notar sjálfur. Barnsfaðirinn fullyrðir hins vegar hún hafi leitt unglingastarf innan félagsins. Hann segir sjálfur um tálmun hafi verið ræða og enginn nema þú talar um þvingun. Hvers vegna ætti ekki trúa honum, rétt eins og ÁLÞ?

Sunna segir RÚV hefði ítrekað samband í von um sjónarmið Ástu Lóu og Heimir viti sjálfur hvernig það gekk.

Þú fékkst upplýsingar um fréttin færi í loftið klukkan 18. Það kom fát á einhvern annan en fréttamanninnog vísa þá til þess hvernig þú gast ekki setið á þér og leyft konunni tjá sig eins og hún vilditruflandi viðtalið viðstöðulaust eins og heyrðist líka í öðru viðtali sem birtist á Vísi. Þessi fréttaflutningur varð ekki til þess hún sagði af sér, enda var engin frétt farin í birtingu þegar ákvörðunin var tekin. Ég ætla ekki ræða þetta frekar á opinberum vettvangi.

Nafnalisti

  • Ástaalþingismaður og varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn
  • Ásta Lóa
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Facebook-síðufylgdi pistli um sumarskrifstofu samgönguráðherrans Ketil Solvik-Olsen, þegar lesandi benti á í athugasemd að skrifstofunni, fjölsæta bifreið með sportlegum reiðhjólum áfestum, var einmitt lagt á akrein sem ætluð er þeim síðarnefndu
  • Heimir Már Péturssonfréttamaður
  • Sunna Karen Sigurþórsdóttirfréttamaður okkar

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 831 eind í 44 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 39 málsgreinar eða 88,6%.
  • Margræðnistuðull var 1,65.