Sæki samantekt...
Öflugur skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Steinunn Helgadóttir náttúruvársérfræðingur segir stærð skjálftans ekki liggja fyrir að svo stöddu en að fyrstu tölur gefi til kynna að hann hafi verið um 4 á stærð.
Hún gerir ráð fyrir að skjálftinn sé af svipuðum slóðum og skjálftahrina sem reið yfir austur af Trölladyngju fyrr í dag. Líklegast sé um gikkskjálfta að ræða enda sé mikil spennulosun eftir gosið á þriðjudaginn.
Fréttastofu hafa borist ábendingar um að skjálftann hafi mátt greina í Vesturbæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ þar sem miklar drunur hafi einnig heyrst.
Jarðskjálftakort Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands
Nafnalisti
- Steinunn Helgadóttirdóttir Helga Þórs
- Veðurstofa Íslandstengiliður Íslands við milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í umboði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 101 eind í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,59.