Sæki samantekt...
Eftir lagabreytingu er öllum sveitarfélögum skylt að safna textíl líkt og öðrum úrgangi. Sú breyting varð í byrjun árs að útflutningur á notuðum textíl, sem áður var á vegum Rauða krossins, færðist yfir til Sorpu.
Vill sjá úrvinnslugjald á textíl
Sorpa tekur við tvö til þrjú þúsund tonnum af hvers kyns textíl á ári. Gunnar Dofri Ólafsson, hjá Sorpu, segir að kostnaður vegna þessa sé um 300 milljónir á ári fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er gríðarlegt magn,“ segir Gunnar Dofri. „Við fáum sjö tonn 365 daga ársins. Það er eins og sjö Toyota Yaris bílar.“
Á þessari mynd er það magn af fatnaði sem kom til endurvinnslu á tveimur dögum. Á hverju ári koma um 3000 tonn af textíl til Sorpu. Víðir Hólm Ólafsson
„Við erum mjög sterklega þeirrar skoðunar að það sé nauðsynlegt að setja úrvinnslugjald á textíl þannig að sá sem raunverulega flytur textílinn inn til landsins og notar hann, hann borgi fullt verð fyrir það að koma honum alla leið þangað sem hann á að enda,“ segir Gunnar Dofri. Slíkt gjald gæti verið um 150 krónur.
Rauði krossinn tekur einungis orðið við heilum og hreinum fötum ætluðum til endursölu eða neyðaraðstoðar. Það er á ábyrgð sveitarfélaga að taka við textíl sem ekki telst söluhæfur. „Rauði krossinn nýtti mjög mikið sjálfboðaliða, við getum það ekki, og þau voru með mjög góða samninga við skipafélögin sem fluttu þetta út, sem horfðu þá kannski á það sem styrk til Rauða krossins,“ segir Gunnar Dofri. Þess vegna sé kostnaðurinn við verkefnið mun meiri fyrir Sorpu.
Langmest er ónothæft
Meirihluti þess sem safnast er ekki hæfur til endursölu. Þannig var það líka þegar Rauði krossinn stóð fyrir fatasöfnun. „Um það bil 95% af öllum textíl fer úr landi í endurvinnslu eða annars konar endurnýtingu,“ segir Gunnar Dofri. Reynt verði að flokka sem best frá það sem telst nýtilegt eða söluhæft.
Hann segir mikla áherslu vera lagða á að ekkert endi á textílhaugum sem safnast hafa upp í Suður-Ameríku og Afríku. „Það er okkar krafa við okkar móttökuaðila. Þeir segjast munu koma þeim textíl, sem er ekki hægt að setja í endurvinnslu eða endurnot í brennslu og við munum ganga mjög hart á eftir því að það verði gert.“
Sveitarfélög víðar í Evrópu hafa einnig verið skylduð til að safna og endurvinna textíl. Þetta gerir það að verkum að framboð á textíl hefur aukist gríðarlega. Á sama tíma hafa gæðin minnkað. „Svona einnota drasl sem fólk flytur inn og endist í eina Instagram myndatöku, hlutfalls þess er að aukast, en svo sjáum við líka að magnið er að aukast,“ segir Gunnar Dofri.
Nafnalisti
- Gunnar Dofri Ólafssonlögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands
- Rauði krossinnathvarf
- Toyota Yarisgerð
- Víðir Hólm Ólafssonkvikmyndagerðarmaðurinn
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 468 eindir í 29 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 28 málsgreinar eða 96,6%.
- Margræðnistuðull var 1,75.