Óvenjuleg þróun: Fylgjast með og bæta við mælum

Ritstjórn mbl.is

2025-04-01 16:23

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þetta er búið vera fjörugt í dag, skjálftavirknin er enn í gangi þrátt fyrir virðist hafa dregið úr gosinu, segir Benedikt Halldórsson, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is um áttunda gosið á Reykjanesskaga sem hófst í morgun.

Kveður hann gosið þar með hafa verið í ólíkum takti við fyrri gos á svæðinu og fylgist starfsfólk skjálftavaktar Veðurstofunnar með framgangi mála þar sem skjálftavirknin virðist fyrst og fremst nyrst í kvikuganginum.

Gangurinn leitar til norðausturs

Aðspurður segir Benedikt gosið í dag í grundvallaratriðum líkt fyrri gosum, það komi upp í gegnum skorpuna á Sundhnúkssvæðinu þar sem lárétt framrás kvikugangsins til norðausturs og suðvesturs hefjist.

Það byrjar fara til suðvesturs í átt Grindavík og nær undir norðurhluta Grindavíkur, það virðist vera takturinn fyrsta klukkutímann. Síðan hættir framrás kvikugangsins þar til suðurs og hann leitar frekar til norðausturs, heldur Benedikt áfram.

Þetta þekkt frá fyrri gosum, en þrátt fyrir þrýstingslækkun í kerfinu í dag hafi þrýstingurinn nægt til þess gangurinn hafi haldið áfram brjóta sér leið norðar.

Það virðist hafa hægt á því, sem eru góð tíðindi, en við erum enn þá fylgjast með þessu, það er verið bæta við mælum til þess betri mynd, en þetta er atburðarásin í skjálftunum eins og hún hefur verið.

Nafnalisti

  • Benedikt Halldórssonfagstjóri jarðskjálftavár

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 235 eindir í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,75.