Menning og listir

Níels er Napoleon: Margt eftirtektarvert, fallegt og skemmtilegt

Vefritstjórn

2025-03-22 12:50

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Trausti Ólafsson skrifar:

Þingholtin í Reykjavík eru auðug af sögum. Sumar þeirra sagna hafa verið skráðar, prentaðar og gefnar út á bókum, einkum þær sem tengjast því sem kallað er Íslandssaga. Í bókum Þórbergs Þórðarsonar líka lesa sögur af almenningi sem gekk um í Þingholtunum á leið sinni til ástafunda og annars konar dundurs. Sama sögusvið er finna í nýlegri bók Braga Ólafssonar um Innnaríkið. Skammt frá því Bergshúsi þar sem Þórbergur bjó um tíma meðan hann var verða skáld, en er horfið, stendur Hegningarhúsið ennþá.

Fleiri sögufrægar byggingar en Steinninn við Skólavörðustíg eru þarna í Þingholtunum. Ein þeirra er núna kölluð Hannesarholt eftir Hannesi Hafstein sem varð fyrsti ráðherra Íslands þegar Íslendingar fengu það sem nefnt var heimastjórn árið 1904. Fyrir nokkrum árum var reistur við húsið lítill en snotur hljómleikasalur sem kallaður er Hljóðberg.

Hljóðberg umbreytist um stundir í leikhús þegar Níels Thibaud Girerd leikur þar sýninguna Níels er Napoleon, en höfundur og leikstjóri sýningarinnar heitir Gunnar S. Jóhannessson. Eins og titillinn ber með sér er það aðalerindi sýningarinnar segja okkur frá Níelsi leikara og Napoleone Bonaparte sem ásamt ýmsu öðru var ítalskur kóngur, franskur hershöfðingi og Napoleon fyrsti frakkakeisari. Napoleon hugðist líka verða keisari Evrópu en eins og henti fleiri hamfarapólitíkusa í slíkum erindagerðum greip rússnesk vetrarharka í taumana og kom í veg fyrir þau áform.

Níels Thibaud Girerd er ungur íslenskur leikari sem á franskan föður og ber hans eftirnafn. Napoleon var ítalskur ætterni en er þó sagður hafa verið franskasti maður sögunnar. Hann hefur þess vegna sjálfsagt átt við einhverja sjálfsmyndarkreppu stríða eins og líka er gefið í skyn í kynningu á sýningunni Níels eigi vegna síns hálffranska uppruna.

Níels er ennþá ungur maður en hann var einu sinni barn, eins og við öll hin. Napoelon var líka einu sinni barn, Hitler líka og Pútín. Meira að segja Donald Trump var einu sinni barn þótt erfitt trúa því. Mér finnst líka erfitt trúa því franskasti maður sögunnar sem tók virkan þátt í blóðsúthellingum frönsku stjórnarbyltingarinnar og háði Napoleonsstríðin hafi einhvern tímann verið barn.

Það er hins vegar ekkert erfitt sjá fyrir sér Níels Thibaud Girerd leikari hafi einu sinni verið barn, enda er mun styttra síðan það var en þegar Napoleone var leika sér á Korsíku og gæla við hérann sinn, sem var dásamlegt gæludýr.]] Fallegasta augnablik leiksýningar þeirra Níelsar leikara og Gunnars leikstjóra fannst mér vera þegar litli drengurinn Napoleone verður fyrir því fjandsamlegur nágranni tekur það upp hjá sér drepa hérann hans á grimmdarfullan hátt til þess hefna gamalla harma langt aftur í ættir. [[Í þeirri senu breyttist allt í Hljóðbegi, Níels varð litla Napoleon og ég ekki bara trúði því franskasti ítali allra tíma hefði verið barn á Korsíku, heldur skynjaði ég og skildi í sömu andrá hvílík trámastísk áhrif svona ódæðisverk hefur á barnssálina og mótandi áhrif á allt líf þess barns og síðar manns eða konu sem verður fyrir þvílíkri grimmd af hálfu fullorðinnar manneskju.

Það var margt fleira eftirtektarvert, fallegt og skemmtilegt í þessari sýningu í Hannesarholti þó tónninn ávallt með harmrænum trumbuslætti undir yfirborðinu. Það er nefnilega aldrei neinn leikur vera manneskja. hvað þá heldur ef maður stendur stöðugt í sporum hershöfðingja og pólitíkusar, eins og Bonaparte gerði áratugum saman við undirleik byssuskota og hvins í fallöxinni og öðrum drápstólum. Það var ekki auðvelt stunda heilbrigðar ástir í hlutverki generalissimo Napoleone og þeim skilaboðum kom Níels afbragðs vel til skila í sýningu sinni.]] Níels átti líka auðvelt með bregða sér í hlutverk annarra karaktera í þessu leikriti, einkum verður ljóslifandi og eftirminnilegt samband Napoleons við hægri hönd sína og plottara sem hét því mig minnir Berthier. [[Ég veit ekki hvort þetta var svoleiðis í raunveruleikanum en í sýningu Níelsar minntu samskipti þessara tveggja pótíntáta mikið á það hvernig herrar og þrælar hegða sér þegar þeir eru eitthvað plotta og velta því fyrir sér af hverjum eigi næst höggva hausinn. Níels lék sér því túlka þetta vonda bræðralagog þeim leik er það eitt finna mér þótti leikaranum stundum liggja of mikið á láta sýninguna fljúga áfram.

Það eru mistök vegna þess það liggur ekkert á. Sýningin er aldrei leiðinleg og í sínum einfaldleika leiðir hún okkur inn í heim þar sem fallbyssan drynur og fallöxin hvín. Það er ekki fallegt undirspil við lífið og sýning Níelsar á Napóleoni bregður upp skýrri mynd af því frægð, frami og völd færa fólki ekki hamingju í einkalífi-þar sem svipaðar ástríður eins og í styrjöldum valdi yfir hugarheimi og kynlífi hopo sapiens-svo það er engu líkara en þessi sama vitsmunavera hafi endanlega misst glóruna.]] Allt þetta sýnir Níels Thibaud Girerd okkur mjög vel í sýningunni sinni og oft af töluverðu listfengi og með ýmsum blæbrigðum, því hann er greinilega hæfileikaríkur leikari. [[Og það fer ekki milli mála Níelsi liggur töluvert á hjarta sem er úrslitaatriði á leiksviðinu. Mér fannst samt stöku sinnum skorta á næmni fyrir því hvað Hljóðberg er lítið leikhúsrými. Þessa gætti mismunandi mikið en ef ég fengi leikstýra Níelsi úr fjarska myndi ég biðja hann fara hægar og hljóðara af stað í sýningunni. Þá myndi miklu fyrr skapast stemning sem á við þessa sýningu um kreppur og krísur í einkalífi fólks og í hamfarapólitík sem getur orðið ennþá skeinuhættari en nokkur styrjöld.

Hljóðberg við Hannesarholt er í sinni smæð rétta umhverfið fyrir þessa litlu sýningu um stór og örlagarík efni. Mér fannst líka búningarnir og höfuðfötin taka sig vel út og minna okkur á pólitík og styrjaldir hafa sterkt yfirbragð sviðslista. Verst hvað þær sýningar eru ömurlegar, mannskæðar, hörmulegar og leiðinlegar. Það er sýningin Níels er Napoleon aldeilis ekki þó mér fyndist stöku sinnum þráðurinn rauði frá barnæsku til valdabrölts og drápa í sögu Napoleone Bonaparte trosnaði pínulítið, kannski mest vegna þess persónuregistrið úr franskri sögu varð svo fjölmennt og ég búinn gleyma flestum nöfnunum, mér varð dálítið sama um það af hverjum hausinn var fjúka hverju sinni.

Núna finnst mér ég vita meira en áður um Napoleon keisara en mig langar til sjá Níels oftar spreyta sig á sögufrægum karakterum og öðrum hlutverkum. Það liggur beint við leika Hannes Hafstein í Hannesarholti. Ekki víst æska landsins, miðaldra karlar og mektarkonur í leikhúsklúbbum borgarinnar viti mikið meira um hann en Napoleon. Hannes myndi klæða Níels velþó leikarinn Níels kannski ekki alveg jafn keimlíkur honum og hann er Napoleon hvað andlitsfall snertir. Níels leikari hefur sterka og hljómfallega rödd. Þjóðrækniskvæði Hannesar Hafstein og ást hans á fræknum fákum og storminum myndu hljóma vel úr munni þessa íslenska hálffranska leikara. Og í hverjum manni, líka Hannesi Hafstein, er innri togstreita um hver maður í raun og veru er. Þeirri togstreitu í Napoleone Bonaparte kemur Níels Thibaud Girerd mjög vel til skila í sýningunni í Hljóðbergi.

Trausti Ólafsson er leikhúsfræðingur og leikstjóri. Hann hefur um árabil kennt við Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og víðar. Trausti hefur skrifað bækur um leikhús og leiklist og birt rannsóknir sínar í erlendum og innlendum tímaritum.

Nafnalisti

  • Bragi Ólafssonrithöfundur
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Gunnar S. Jóhannessson
  • Hannesbesti markvörður í sögu Íslands
  • Hannes Hafsteinfyrsti ráðherra Íslands
  • Hitlerhún frá sér af gleði
  • Hljóðbergtónlistarsalur
  • Napoleonstórmynd
  • Napoleone Bonaparte
  • Níels Thibaud Girerdleikari
  • Pútínforseti Rússlands
  • Trausti Ólafssonleikstjóri og stundakennari í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands
  • Þórbergur Þórðarsonrithöfundur

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 1252 eindir í 52 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 41 málsgrein eða 78,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,65.