Sæki samantekt...
Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst opinbera leyniskjöl er varða morðið á forvera sínum John F. Kennedy árið 1963. Ríkisstjórnin muni opinbera 80 þúsund blaðsíður af trúnaðargögnum um málið á morgun, þriðjudag.
„Fólkið hefur beðið eftir þessu í áratugi,“ hefur Fox News eftir forsetanum, sem ræddi við blaðamenn í dag er hann heimsóttiKennedy-listamiðstöðina í Washington D.C, enTrump gerði sig sjálfan nýlega að stjórnarformanni miðstöðvarinnar.
Trump-stjórnin skipaði í janúar starfshóp sem var falið að opinbera skjöl er varða morðin á John F. Kennedy, bróður hans Robert F. Kennedy eldri, og mannréttindafrömuðnum Martin Luther King Jr.
Forsetin tók fram að skjölin væru „afar áhugaverð“ en eins og frægt er orðið varð Trump sjálfur fyrir nokkrum banarilræðum í kosningabaráttunni.
Var það ekki Oswald?
Morðið á Kennedy er meðlar frægari atburða í sögu Bandaríkjanna. Forsetinn þáverandi var skotinn í höfuðið þann 22. nóvember 1963 er hann ók um götur Dallas í Texasríki ásamt eiginkonu sinni, Jackie Kennedy. Þá hafði hann verið forseti frá 1961.
Hin opinbera-og algengasta-skýring er sú að Lee Harvey Oswald myrti forsetann. En Oswald var svo myrtur tveimur dögum síðar af manni að nafni Jack Ruby. Ekki er vitað hver ástæða Oswalds var fyrir morðinu og samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja var fátt sem benti til þess að Oswald hefði nokkra óbeit á forsetanum.
Út frá þessari ráðgátu hafa ýmsar kenningar, ekki síður samsæriskenningar, spunnist. Sumir hafa haldið því fram að Oswald hafi ekki verið hinn raunverulegi morðingi, heldur aðeins gerður að blóraböggli.
Þær samsæriskenningar snúa m.a. að arftakanum Lyndon B. Johnson, kúbanska byltingarleiðtoganum Fidel Castro, mafíunni, bandarísku alríkislögreglunni (FBI) eða jafnvel rússnesku alríkislögreglunni (KGB).
Hver veit? Kannski kemur sannleikurinn loksins í ljós á morgun.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Fidel Castrofyrrverandi einræðisherra Kúbu
- ForsetinKais Saied
- Fox Newsbandarísk sjónvarpsstöð
- Jack Rubybanamaður Lees Harveys Oswalds
- Jackie Kennedyforsetafrú
- John F. Kennedyfyrrverandi forseti Bandaríkjanna
- Lee Harvey Oswaldungur Bandaríkjamaður
- Lyndon B. Johnsonvaraforseti
- Martin Luther King Jr.bandarískur mannréttindafrömuður
- Oswald
- Robert F. Kennedyöldungadeildarþingmaður
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 290 eindir í 17 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 82,4%.
- Margræðnistuðull var 1,62.