Segir orð­ræðu vara­for­setans ó­sann­gjarna

Rafn Ágúst Ragnarsson

2025-03-28 23:25

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn.

Hún birti færslu á síðu sinni á Facebook í dag þar sem hún segir orðræðu J.D. Vance varaforseta í garð dönsku þjóðarinnar ósanna. Hann fór hörðum orðum um dönsk stjórnvöld í heimsókn sinni á herstöðina bandarísku í Pituffik á Grænlandi þar sem hann er í opinberri heimsókn, í óþökk stjórnvalda bæði í Kaupmannahöfn og Nuuk.

Skilaboð okkar til Danmerkur eru skýr: þið hafið ekki staðið ykkur gagnvart grænlensku þjóðinni. Þið hafið vanfjárfest í grænlensku þjóðinni, þið hafið vanfjárfest í öryggisinnviðum þessa ótrúlega, gullfallega landflæmis sem er fullt af ótrúlegu fólki, sagði hann meðal annars.

Frederiksen segir Danmörku góðan og sterkan bandamann.

Það erum við í samhengi ógnarinnar úr Rússlandi. Og við höfum aukið útgjöld til varnarmála svo eftir er tekið. Í mörg ár höfum við staðið við hlið Bandaríkjamanna í erfiðum aðstæðum. Því er það ekki með sanngjörnum hætti sem varaforsetinn talar um Danmörku, segir hún.

Mette Frederiksen segir þó það rétt aukna áherslu þurfi leggja á öryggismál á norðurheimskautinu. Danir séu auka eftirlit sitt og styrkja hernaðarlega viðveru sína með smíðum nýrra skipa, dróna og gervihnatta.

Hún bendir jafnframt á Grænland einnig hluti af Atlantshafsbandalaginu og því þurfi bandalagið stórauka viðveru sína á heimskautinu.

Við erum tilbúin til vinna með Bandaríkjamönnum dag og nótt. Slíkt samstarf þarf grundvallast á hinum nauðsynlegu alþjóðlegu leikreglum. Og á auknum vörnum fyrir alla hluta Atlantshafsbandalagsins, segir Mette.

Nafnalisti

  • Facebookbandarískur samfélagsmiðill
  • J.D. Vancerithöfundur
  • MetteFredriksen, forsætisráðherra Danmerkur
  • Mette Frederiksenforsætisráðherra
  • Pituffikþorp

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 292 eindir í 17 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 17 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,67.