Ráðherra hvetur fólk til að sækja um í lögreglufræði

Ritstjórn mbl.is

2025-03-26 16:18

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hvetur alla áhugasama um fjölbreytt og krefjandi starf í þágu samfélagsins til sækja um nám í lögreglufræði. Nýverið var ákveðið fjölga bæði stöðugildum innan lögreglunnar um land allt og þeim sem komast inn í lögreglunám. Umsóknarfrestur rennur út 31. mars.

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Lögreglan er ein okkar mikilvægasta stétt. Hún sinnir margvíslegum verkefnum, allt frá því mæta í skóla og kenna börnum umferðarreglurnar til rannsókna á stórum sakamálum. Við búum í fjölbreyttu samfélagi og þurfum fólk með alls konar bakgrunn, segir Þorbjörg.

Ég starfaði sjálf á ákærusviði hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og er þakklát fyrir þá reynslu sem ég öðlaðist á þeim tíma. Lögreglan vinnur aðdáunarvert starf á degi hverjum. Án lögreglunnar virkar ekki samfélagið. Við eigum hampa stéttinni og hvetja öflugt fólk til sækja um þetta mikilvæga nám.

Nafnalisti

  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttirþingmaður Viðreisnar

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 153 eindir í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 90,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,54.