Íþróttir

Lenti í því sama og margir erlendir á Íslandi hafa upplifað - ,,Ég setti hendurnar í heitt vatn"

Victor Pálsson

2025-03-30 19:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Sóknarmaðurinn Evanilson hefur tjáð sig um sitt erfiðasta augnablik í fótboltanum en það kom árið 2018.

Þessi 25 ára gamli leikmaður yfirgaf þá Fluminese í heimalandinu Brasilíu til gera lánssamning við Samorim í Slóvakíu.

Munurinn á veðrinu var of mikill fyrir Evanilson sem var svo tveimur árum seinna seldur til Tombense í Brasilíu.

Eftir góða dvöl hjá uppeldisfélaginu Fluminese á lánssamningi frá Tombense var Evanilson keyptur til Porto þar sem hann skoraði 37 deildarmörk í 96 leikjum.

Ferillinn hefur aðeins verið á uppleið síðan þá en hann er í dag leikmaður Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.

Ég yfirgaf 40 gráður i Rio til fara í mínus fimm gráðurég hafði aldrei upplifað svona á ævinni. Það var mjög erfitt aðlagast, sagði Evanilson.

Ég gat ekki klárað fyrstu æfinguna því það var of kalt, ég skildi ekki mikilvægi þess vera í hönskum. Eftir æfingu þá setti ég hendurnar í heitt vatn því ég var nánast frosinn.

Nafnalisti

  • Evanilsonbrasilískur framherji
  • Fluminesebrasilískt lið
  • Riookkar söluhæsti bíll undanfarin ár og þriðji söluhæsti bíll Kia í Evrópu

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 173 eindir í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,81.