Stjórnmál

Húrra fyrir fé­lags- og húsnæðis­málaráðherra!

Anna Lára Steindal og Unnur Helga Óttarsdóttir skrifa

2025-03-20 16:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Við hjá Þroskahjálp höfum fylgst glöð með langþráðri umræðu á Alþingi um frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra, Ingu Sæland, um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það gleður okkur hversu afdráttarlaust ráðherrann styður sjálfsögð réttindi fatlaðs fólks og hversu skilmerkilega hann bendir á fatlað fólk er ekki biðja um mikið, einungis njóta sömu réttinda og allir aðrir.

Markmið samningins er einfaldlega tryggja fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og allir aðrir.

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks gerir kröfu á ríki sem hafa fullgilt og lögfest samninginn. Líkt og félags- og húsnæðismálaráðherra, Inga Sæland, hefur ítrekað bent á er krafan langt frá því vera ósanngjörn eða óraunhæf. Auðvitað ætti þetta bara vera sjálfsagt mál. Markmið samningsins er einfaldlega tryggja fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og allir aðrir. Og við tökum undir þá spurningu sem ráðherra lagði ítrekað fram þegar hann mælti fyrir frumvarpinu: Hver getur verið á móti því?

Stjórnvöld bera ábyrgð á fjarlægja hindranir í samfélaginu.

Við tökum einnig undir með félags- og húsnæðismálaráðherra og öðrum þingmönnum sem stigið hafa í pontu Alþingis og krafist þess krónur og aurar verði ekki lengur meginstefið í umræðu um mannréttindi fatlaðs fólks. Fötlun er hluti af mannlegum margbreytileika, eins og fram hefur komið í umræðu um frumvarpið á Alþingi. Stærsta hindrunin í lífi fatlaðs fólks er samfélag sem tekur ekki mið af fjölbreyttum þörfum, og býður ekki upp á jöfn tækifæri. Það kostar peninga reka samfélag og það kostar kannski líka peninga leiðrétta þá kerfisvillu sem varð til þegar þarfir, geta og hæfileikar fatlaðs fólks voru jaðarsettir eða útilokaðir. En, það eru stjórnvöld sem bera þá ábyrgð. Það er ósanngjarnt og ólíðandi velta fjárhagslegri ábyrgð á slíku klúðri yfir á fatlað fólk.

Við fögnum þeirri umræðu sem farið hefur fram á Alþingi um málefni fatlaðs fólks í umræðu um frumvarp Ingu Sæland, og við hvetjum Alþingi til þess samþykkja frumvarpið og lögfesta samninginn með hraði.

Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra og frumvarpinu um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar

Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar

Nafnalisti

  • Anna Lára Steindalverkefnastjóri flóttafólks hjá Rauða krossinum í Reykjavík
  • Inga Sælandformaður
  • Ingi SælandFlokkur fólksins
  • Unnur Helga Óttarsdóttirformaður Landssamtakanna Þroskahjálpar

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 370 eindir í 19 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 19 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,60.