Draga báðir í land

Ritstjórn mbl.is

2025-03-11 22:35

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Doug Ford, fylkisstjóri Ontario-fylkis í Kanada, hefur ákveðið fresta 25% hækkun á raforkuverði til Bandaríkjanna. Sömuleiðis hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti ákveðið hætta við tvöföldun á fyrirhuguðum tollum á áli og stáli frá Kanada.

Munu tollarnir því nema 25% en ekki 50% og taka þeir gildi á miðnætti staðartíma.

Þetta kemur í kjölfar samtals Ford og Howard Lutnick, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna frá í dag.

Eru þeir sagðir munu hittast í Washington á fimmtudag til ræða framtíð fríverslunarsamningsins USMCA á milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada.

Virðir ákvörðunina

Trump greindi frá því í dag hann ætlaði tvöfalda fyrirhugaða tolla á ál og stál frá Kanada. Því svaraði fylkisstjóri Ontario-fylkis með því hækka raforkuverð til ríkisins.

Ford var fyrri til draga í land en Trump sagðist virða ákvörðun hans.

Bandaríkin og Kanada eru náin viðskiptaríki en tollastríð hófst á milli þeirra í byrjun marsmánaðar þegar Trump setti á 25% flata tolla á flestar vörur frá Kanada.

Helmingur af öllu innfluttu áli í Bandaríkjunum kemur frá Kanada og 20% af öllu innfluttu stáli.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Doug Fordfylkisstjóri
  • Howard Lutnick

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 186 eindir í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 90,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,85.