Vaxandi þrýstingur innan NATO á aukin útgjöld Íslands til varnarmála
Björn Malmquist
2025-04-04 09:31
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Umræðan um aukin útgjöld aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins til varnar og öryggismála hefur verið áberandi á fundi utanríkisráðherra bandalagsin sem nú stendur yfir í Brussel, og ekki síður hávær krafa Bandaríkjamanna um að Evrópuríkin innan NATO leggi meira af mörkum en verið hefur. Íslensk stjórnvöld finna fyrir þessu, segir Þorgerður Katrín Gunnardóttir, utanríkisráðherra sem sækir þennan fund.
Viðtalið við Þorgerði í heild sinni er neðst í fréttinni.
„Eigum við ekki að segja að róðurinn er svolítið að þyngjast,“ segir Þorgerður Katrín, þegar hún var spurð um þetta í aðdraganda fundarins í Brussel í morgun.]]“ Aðrar þjóðir skilja mjög vel að við erum herlaus þjóð og ætlum að vera það áfram, en hitt er síðan að við þurfum að gera meira, við erum að taka skref núna í þá veru, en það er alveg ljóst að það er verið að benda okkur á, mjög kurteisislega að við erum meðal ríkustu þjóða innan Evrópu og við ættum að geta gert meira-sem við erum að gera og ég er mjög ánægð með þau skref sem við höfum stigið. Það er líka margt annað sem við höfum lagt í púkkið til þess að vera verðugur bandamaður — við þurfum að vera fullur þátttakandi innan Atlantshafsbandalagsins og við erum að finna ýmsar leiðir til þess, meðal annars að vera öflugir gestgjafar, þegar þjóðir senda herafla heim, hvort sem það eru Bandaríkjamenn, Tékkar, Finnar, Belgar, Spánverjar eins og er að gerast þetta árið.“ [[Stefnir á nánara varnarsamstarf við Evrópusambandið
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti nýlega áætlun undir nafn inu ReArm Europe sem gengur út á að auka verulega útgjöld aðildarríkjanna til varnarmála. EFTA ríkjunum-það eru Ísland, Noregur, Lichtenstein og Sviss, stendur til boða að taka þátt í þessu verkefni; Noregur er til að mynda kominn í djúpt samstarf við Evrópusambandið í varnar- og öryggismálum, og þangað stefna íslensk stjórnvöld einnig, segir Þorgerður.
„Já, við ætlum að gera það og það samtal og það samstarf er þegar hafið,“ segir hún. „Það er alveg ljóst að Evrópusambandið vill einmitt fara í þetta samstarf við okkur og við leggjum okkur fram um það. Líka vil ég undirstrika að við erum að dýpka samtal og samstarf við Noreg, við Bretland, við það að vera fullir þátttakendur í JEF samstarfinu (Joint Expeditionary Forces), Norðurlandasamstarfinu, en líka hér. Ég hef einnig átt óformleg samtöl við utanríkisráðherra Kanada — við þurfum líka að dýpka okkar samstarf, milli Kanada og Íslands, allt til þess að styrkja varnir og öryggi á Norður-Atlantshafinu, Norðurslóðum.“
Í hverju gæti þetta falist, þetta samstarf við Evrópusambandið?
„Við færum svipaðar leiðir og Norðmenn. Þetta er samtal um ákveðnar öryggistryggingar, þetta er það sem önnur ríki hafa verið að gera sem standa utan Evrópusambandsins, þau hafa verið að sækjast eftir samstarfi við ESB. Það er alveg ljóst að við þurfum að fjölga stoðum undir okkar varnir og öryggi. Eitt af því er að auka samstarfið við Evrópusambandið, auka samstarfið við önnur Evrópuríki utan ESB, Noreg til dæmis og Bretland, og líka að horfa til fleiri þjóða. Við þurfum að vera með marga bolta á lofti og það ætlum við okkur að gera.“
Nafnalisti
- JEFsamstarfsvettvangur líkt þenkjandi Norður-Evrópuríkja um öryggis- og varnarmál með áherslu á norðurslóðir, Norður-Atlantshafið og Eystrasaltið
- Joint Expeditionary Forces
- Lichtensteinsmáríki
- ReArm Europe
- Þorgerður Katrín Gunnardóttirsjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 571 eind í 19 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 78,9%.
- Margræðnistuðull var 1,60.