Sæki samantekt...
Volodymyr Zelensky ítrekaði í dag að Úkraínumenn hefðu barist fyrir friði síðan á fyrstu sekúndu allsherjarinnrásar Rússa. Fulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu funda í Sádi-Arabíu á morgun um mögulegar leiðir til að binda enda á stríðið.
Úkraínuforseti fundar í Sádi-Arabíu í dag með Mohammed bin Salman, krónprinsi landsins. Zelensky frestaði opinberri heimsókn þangað í síðasta mánuði eftir að Úkraínumönnum var ekki boðið til viðræðna þar milli Rússa og Bandaríkjamanna.
Frá fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands í Sádí-Arabíu í febrúar. EPA-EFE/RUSSIAN FOREIGN MINISTRY PRESS SERVICE HANDOUT
Á morgun funda sendinefndir Úkraínu og Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu um mögulegt friðarsamkomulag milli Úkraínumanna og Rússa. Donald Trump og Volodymyr Zelensky verða ekki á þeim fundi. Búist er við að þar verði undirritaður samningur um aðgengi Bandaríkjanna að málmum í jörðu í Úkraínu og rætt um samninga til að enda stríðið.
AFP fréttaveitan hefur eftir úkraínskum embættismanni að Úkraínumenn ætli að leggja fram tillögu um vopnahlé í lofti og á sjó. Slíku sé auðvelt að fylgjast með og því telji Úkraínumenn það góða byrjun.
Í færslu á samfélagsmiðlum segir Zelensky að Úkraína hafi barist fyrir friði síðan á fyrstu sekúndu stríðsins. Úkraínumenn hafi alltaf sagt að Rússland væri eina ástæða þess að stríðið standi enn. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa ítrekað sakað Zelensky um að vilja ekki semja um frið og Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir að hann telji að Pútín Rússlandsforseti vilji ljúka stríðinu.
Frá fundi Úkraínuforseta með forseta og varaforseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu 28. febrúar 2025. EPA-EFE/JIM LO SCALZO/POOL
Bandaríkin frystu í síðustu viku alla hernaðaraðstoð til Úkraínumanna og hættu einnig að veita þeim leyniþjónustuupplýsingar. Í því felast meðal annars upplýsingar staðsetningu hermanna Rússa og viðvaranir vegna yfirvofandi árása.
Bandaríkjaforseti sagði við blaðamenn í gærkvöld að Bandaríkjamenn væru við það að aflétta frystingu á veitingu leyniþjónustuupplýsinga.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- JIM LO SCALZO
- Mohammedkrónprins
- Pútínforseti Rússlands
- RUSSIAN FOREIGN MINISTRY PRESS SERVICE HANDOUT
- Salmankonungur Sádi-Arabíu
- Volodymyr Zelenskyforseti Úkraínu
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 299 eindir í 19 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 73,7%.
- Margræðnistuðull var 1,63.