Danir kæra sig ekki um tóninn í gagnrýni Bandaríkjamanna
Þorgils Jónsson
2025-03-29 09:29
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Danmörk er ekki hafið yfir gagnrýni í málefnum Grænlands, en Danir kunna ekki að meta hvernig hún er sett fram í sumum tilvikum. Þetta segir Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, í ávarpi á samfélagsmiðlum.
Tilefnið er ummælin sem JD Vance varaforseta Bandaríkjanna lét falla í heimsókn sinni á bandaríska herstöð á Grænlandi í gær, um að Danmörk hafi ekki reynst grænlensku þjóðinni vel. Þau eru svo vitanlega í samhengi við yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að Bandaríkin ættu að ná áhrifum á landinu.
„Við getum vel tekið gagnrýni, en svo ég segi alveg eins og er, þá kærum við okkur ekki um tóninn í framsetningunni,“ segir Rasmussen
„Svona talar maður ekki við náinn bandamann, en ég álít Danmörku og Bandaríkin enn nána bandamenn.“
Hann segist átta sig á að Bandaríkin telji sig þurfa að efla herlið sitt á herstöðvum í Grænlandi og Danir séu reiðubúnir að ræða slíkt með opnum hug.
Nafnalisti
- Donald Trump Bandaríkjaforsetafrændi hennar
- JD Vance
- Lars Løkke Rasmussenfyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 163 eindir í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 71,4%.
- Margræðnistuðull var 1,58.