Sæki samantekt...
Vladimír Pútín, foresti Rússlands, hvatti hermenn sína til dáða í Kúrsk í dag og skipaði þeim að ná aftur völdum á öllu héraðinu. Úkraína gerði áhlaup á héraðið í ágúst í fyrra og náði völdum á um þúsund ferkílómetrum.
Beðið er svara rússneskra stjórnvalda við vopnahléstillögu Bandaríkjanna sem Úkraína samþykkti í gær. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjanna í Miðausturlöndum, fer til Moskvu í vikunni, þar sem búist er við að Pútín taki á móti honum. Talskona Bandaríkjaforseta segir Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, hafa átt samtal við starfsbróður sinn í Rússlandi í dag.
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segist eiga erfitt með að treysta Rússum. Hann geri ráð fyrir því að viðbrögð Bandaríkjanna verði hörð ef Rússar hafna samningnum.
Nafnalisti
- Kúrskkjarnorkukafbátur
- Mike Waltzrepúblikani
- Steve Witkoff
- Vladimír Pútínforseti
- Volodymyr Zelenskyforseti Úkraínu
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 125 eindir í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,63.