Viðskipti

Afsláttur bankans til Ásthildar Lóu skattskyldur

Ritstjórn mbl.is

2025-03-24 19:39

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir það blasa við eftirgjöf frá markaðsvirði sem Arion banki veitti Ásthildi Lóu Þórsdóttur við sölu á fasteign árið 2019 tekjuskattsskyld.

Vísar hann þar til máls sem komst í hámæli fyrir skemmstu þegar héraðsdómur felldi dóm í máli sem Ásthildur Lóa og maður hennar höfðuðu gegn sýslumanni vegna meints tjóns sem þau hefðu orðið fyrir vegna málsmeðferðar sýslusmanns við nauðungarsölu á eign þeirra.

Margra ára málavafstur

Forsaga málsins var Arion banki hafði leyst til sín húseign sem þau hjónin keyptu árið 2007. Gerðist það eftir mikið vafstur og mörg ár þar sem þau bjuggu í húsinu án þess greiða af lánum sem á því hvíldu.

Málinu lauk með því Arion banki seldi þeim húsið aftur á 55 milljónir króna. Sömu fjárhæð og þau höfðu greitt fyrir eignina 12 árum fyrr.

Sigurður Guðni fer yfir málið á vettvangi Spursmála ásamt Árna Helgasyni, lögmanni og varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins. Þar bendir Árni á markaðsverð hússins hafi verið tugum milljóna króna hærra árið 2019 en sem nam söluverðinu.

Sigurður bendir á slík ívilnun tekjuskattsskyld og greiða beri af mismuni kaupverðs og markaðsverðs. Þá muni Skatturinn, ef allt er eðlilegt, krefja þau sem nutu mismunarins um álag. Það er algengt 25% í málum sem þessum.

Orðaskiptin um þetta sjá í spilaranum hér ofan en þau eru einnig rakin í textanum hér að neðan:

Einstakt mál

Sigurður, þú hefur komið mörgum flóknum úrlausnarmálum í eftirleik hrunsins, veit ég og beggja vegna borðs, bæði hjá skuldurum og lánardrottnum. Hvernig horfir þetta mál við þér þegar þú rekur þig í gegnum þetta og þessa dóma?

Þetta er held ég einstakt mál. Ég man ekki eftir því nokkur af þeim skjólstæðingum sem ég var vinna fyrir hafi getað fengið svona díl eins og barnamálaráðherrann fékk. Þ.e. kaupa eign til baka á 12 ára gömlu verði. Bankarnir hafa alltaf verið harðir á því, vegna þess þeir hafa ekki viljað mismuna viðskiptavinum sínum eða skuldurum, þá vilja þeir bara markaðurinn ráði því verði sem þú þarft greiða fyrir eignina ef þú ætlar hana aftur.

Skatturinn skoði málið

Segir Sigurður bankinn þurfi skýra málið nánar og Skatturinn hljóti taka það fyrir einnig.

Þannig auðvitað þarf Arion banki svara því hvort það hafi verið vegna þess hún var orðin þingmaður, sem hafði þess vegna ákveðið vald. Var verið misnota valdið sem þingmaður til þess fram hagstæðum kjörum í viðskiptum við banka? Það liggur fyrir þetta var keypt á mjög hagstæðu verði og þá er bara ákvæði í skattalögunum og þá hlýtur Skatturinn miðað við það sem hann hefur verið gera gagnvart öðru fólki, er þetta bara upplýst, skoða skattskil þessara hjóna og þau hljóta þurfa telja sér til tekna mismuninn á kaupverðinu og þekktu markaðsverði á svona fasteignum á þeim tíma þegar þessi viðskipti áttu sér stað. Það bara getur ekki annað verið.

Er þetta tekjuskattsskylt?

Þetta er tekjuskattsskylt.

Er það bara augljóst?

. Það er bara ákvæði 57. greinar tekjuskattslaganna sem fjallar um óeðlilegt verð í viðskiptum. Og það er bara hægt færa þá auknar tekjur til samræmis við það sem er talið markaðsverð á viðkomandi hlut.

Og þú telur þá skatturinn muni skoða þetta og það er þá mismunurinn á þessu 12 ára gamla verði og markaðsverðinu

, sem er tekjuskattsskyldur.

Jafnvel tugir milljóna í skatt

Það gætu þá verið allmargar, jafnvel tugir milljóna króna?

, . Ef svona hús er kannski komið á 90 milljónir þegar þau eru kaupa það á 55 þá eru það þarna einhverjar 40 milljónir sem eru bara tekjuskattur tekinn af. 48% eitthvað svoleiðis. Svo er sett á mann álag. Þannig þetta er ekki gott mál en það væri mjög sérstakt ef þetta fólk sem er alltaf kalla eftir jafnrétti og allir fái sömu meðhöndlun hjá stjórnvöldum ef það ætlar svo, eða nýtur þess in the end borga ekki skatt af gjöf, sem er úr hófi.

Viðtalið við Sigurð Guðna og Árna Helgason sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

Nafnalisti

  • Árni Helgasonlögmaður
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Sigurður G. Guðjónssonlögmaður Áslaugar
  • Sigurður Guðni

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 740 eindir í 42 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 39 málsgreinar eða 92,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,67.