Veður

Rigningar auka hættu

Ritstjórn mbl.is

2025-04-04 09:54

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Það hafa nokkrum sinnum fallið steinar út á veginn undir Steinahlíð, en ég veit ekki til þess það hafi áður fallið á bíla, segir Svanur Geir Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, og vísar þar til banaslyssins sem varð á þjóðveginum undir Steinahlíð sl. mánudag þar sem þrjár erlendar konur voru á ferð í bíl og ein þeirra lét lífið í slysinu. Hann segist telja fólk kunnugt staðháttum gæti alveg eins hafa orðið fyrir slysi þarna, því erfitt verjast því ef grjót er komið af stað.

Við erum skoða það reisa varnarvegg í Steinahlíð sem gæti stöðvað grjót á leið niður hlíðina, segir Svanur og bendir á óvanalegt skriður falli á vegi á Suðursvæði, það helst við Krýsuvíkurveg og Grafningsveg efri. Síðan er möguleiki á grjóthruni á Kaldadalsvegi á milli Þingvalla Uxahryggjarvegi um Meyjarsæti, segir hann og bætir við miklar rigningar auki á þessa hættu.

Viðvarandi hætta fyrir vestan

Þegar kortið hér fyrir ofan er skoðað sést mesta hættan á grjótskriðum er á Vestfjörðum og einnig Austfjörðum. Kristinn Lyngmo, hjá Vegagerðinni á Ísafirði, segir grjóthrun mikið vandamál fyrir vestan. Nefnir hann staði eins og Kirkjubólshlíðina, Súðavíkurhlíð, Sjötúnahlíð, Skógargötu í Hestfirði og Skötufjörð. Þar lenti vörubíll á stórgrýti og var mesta mildi ekki fór verr. Við búum við þessa hættu hér fyrir vestan, segir Kristinn og bætir við vonast eftir því farið verði í gerð Súðavíkurganga.

Siglufjarðarvegurinn frá Fljótum er í vöktun, um 15 km kafli, segir Gunnar Helgi Guðmundsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Norðurlandi. Þar er vegurinn síga og það er farin eftirlitsferð daglega til kanna aðstæður. Við erum líka með lokunarhlið á þessum kafla ef regnmagn fer upp fyrir ákveðið mark, segir hann og tekur undir orð Kristins um bið eftir göngum, en heimamenn bíða eftir Fljótagöngum.

Á Austfjörðum eru margir staðir merktir á kortið og menn þekkja orðið hættuna frá Seyðisfirði eftir aurskriður síðustu ára. Sveinn Sveinsson á Reyðarfirði nefnir veginn yfir Hellisheiði eystri og síðan Njarðvíkurskriður á leiðinni til Borgarfjarðar eystri. Það séu sérstaklega viðsjárverðir vegir. Einnig nefnir hann stakar brekkur á Reyðarfirði, Vattarnesskriður við Fáskrúðsfjörð og Kambanesskriður við Breiðdalsvík og Þvottár- og Hvalnesskriður.

Nafnalisti

  • Gunnar Helgi Guðmundssonsvæðisstjóri Vegagerðarinnar
  • Kristinn Lyngmo
  • Svanur Geir Bjarnasonsvæðisstjóri suðursvæðis hjá Vegagerðinni
  • Sveinn Sveinssonsvæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 399 eindir í 17 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 17 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,72.