Stjórnmál

Vill heimila fækkun fulltrúa í borgarstjórn

Ritstjórn mbl.is

2025-04-04 09:45

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Fram er komið á Alþingi frumvarp sem kveður á um afnám þeirrar lagaskyldu sem mælir fyrir um í sveitarfélagi þar sem íbúar séu fleiri en 100 þúsund talsins, skuli fjöldi sveitarstjórnarmanna vera 23 hið fæsta, en 31 hámarki.

Þetta ákvæði á einungis við um Reykjavík, enda ekkert annað sveitarfélag þar í námunda hvað fólksfjölda varðar. Það er Sigríður Á. Andersen alþingismaður Miðflokksins sem er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, en auk hennar eru fjórir þingmenn flokksins meðflutningsmenn.

Þá segir í frumvarpinu í sveitarfélögum þar sem íbúar eru fleiri en 50 þúsund geti fjöldi aðalmanna í sveitarstjórn verið 15 til 23.

Sveitarfélög um allt land eru horfa til hagræðingar og hljóta auðvitað líta til þessa þáttar, eins og annarra, þ.e. fækka sveitarstjórnarfulltrúum og verða hafa svigrúm til þess. Eins og staðan er í dag hefur Reykjavíkurborg ekki slíkt svigrúm, segir Sigríður í samtali við Morgunblaðið.

Það eru 23 borgarfulltrúar og átta varaborgarfulltrúar á fullum launum við borgarstjórn. Það er fáheyrður fjöldi í samanburði við stærri borgir, segir hún og nefnir borgarstjórn eigi ekki geta skýlt sér á bak við þá niðurnjörvun sem lögin mæla fyrir um, enda hafi Alþingi enga sérstaka skoðun á málinu.

Engin ástæða er til löggjafinn þvingi borgaryfirvöld til slíkrar fjölgunar og er því lagt til heimilt verði borgarfulltrúar verði 15, segir í greinargerð frumvarpsins.

Mikilvægt er sveitarfélög hafi sjálfdæmi um fjölda sveitarstjórnarmanna. Þróunin hefur verið í átt til fækkunar sveitarstjórnarmanna en ekki fjölgunar. Mikilvægt er löggjöf hindri ekki nauðsynlega hagræðingu að því leyti, segir þar einnig.

Lesa meira um málið í Morgunblaðinu í dag og í nýja Mogga-appinu

Nafnalisti

  • Sigríður Á. Andersenþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 299 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 92,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,73.