Kynna 25 aðgerðir til að sporna gegn ofbeldi meðal ungmenna

Guðmundur Atli Hlynsson

2025-03-31 16:32

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Aðgerðahópur vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum hefur skilað af sér stöðuskýrslu um innleiðingu aðgerða til sporna gegn þróun í átt auknu ofbeldi, auka forvarnarstarf og leiða saman fjölbreytta aðila í samstilltu átaki gegn vaxandi ofbeldi. Í stöðuskýrslunni eru útlistaðar 25 aðgerðir til vinna þessu marki.

Með markvissri innleiðingu aðgerða og eftirfylgni er ekki einungis verið mæta þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin hér á landi heldur gefst einnig kostur á varpa ljósi á umfang og eðli vandans og þróa bestu starfshætti fyrir Ísland, segir í skýrslunni.

Meðal annars er lagt til setja á fót úrræði fyrir 1617 ára ungmenni sem eru hvorki í vinnu námi, auka eftirfylgni vegna brota barna og ungmenna, móta framtíðarsýn heilbrigðisþjónustu við börn sem búa við ofbeldi og efla ungmennastarf í Breiðholti.

Þverfaglegar aðgerðir og kortlagning vandans

Í tillögum aðgerðahópsins er lögð áhersla á þverfaglegt samstarf til takast á við vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna. Aðgerðirnar meðal annars til lögregluembætta, ráðuneyta, mennta- og heilbrigðisstofnana og Reykjavíkurborgar.

Ofbeldi meðal barna og gegn börnum er alvarlegt samfélagsvandamál sem á sér margar ólíkar birtingarmyndir. Til þess koma í veg fyrir og uppræta slíkt samfélagsmein þarf nálgast vandann út frá þverfaglegu sjónarhorni og styrkja samráð meðal helstu stofnana til tryggja jafnvægi aðgerða innan réttarvörslukerfisins annars vegar og velferðar- og menntakerfisins hins vegar, segir í stöðuskýrslunni.

Hlutfall ungmenna sem hafa tekið þátt í slagsmálum á síðastliðnu ári með tilliti til kyns. Íslenska æskulýðsrannsóknin: Færsaldarvísar vor 2023/Menntavísindastofnun Háskóla Íslands

Í henni er einnig kortlagt umfang ofbeldis meðal barna og gegn börnum hérlendis. Rýnt er í niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar frá árinu 2023 en hún er lögð fyrir í grunnskólum á hverju ári.

Samkvæmt rannsókninni hafa 11% barna í 10. bekk grunnskóla orðið vitni líkamlegu heimilisofbeldi og sama hlutfall verið beitt líkamlegu ofbeldi af hálfu foreldris eða öðrum fullorðnum á heimilinu. Þá hafa 18% þeirra lent í slagsmálum á síðastliðnum 12 mánuðum.

Tæpur helmingur barna í 10. bekk, eða 46%, hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi og 10% þeirra hefur verið nauðgað af jafnaldra og 3% af fullorðnum. Meirihluti barnanna sagði engum frá ofbeldinu.

Aðgerðir þegar komnar í farveg

Í stöðuskýrslunni er kynnt hvernig staðið verður framkvæmd, mælingu og eftirfylgni aðgerðanna og er ábyrgðaraðili hverrar aðgerðar sérstaklega útlistaður. Í því skyni nefna lögregluembættin og héraðssaksóknarar bera ábyrgð á auka eftirfylgni vegna brota barna og ungmenna.

Fjölga þarf rannsakendum og ákærendum hjá lögreglu til hraða málsmeðferð brota sakhæfra og ósakhæfra ungmenna og leggja þarf aukna áherslu á beitingu sáttamiðlunar hjá lögreglu. Mikilvægt er hraða málsmeðferð brota þessara ungmenna til fram auknu forvarnargildi og varnaðaráhrifum þeirra viðbragða sem fylgja í kjölfarið, segir í skýrslunni um þá aðgerð.

Hlutfall ungmenna sem hafa tekið þátt í slagsmálum á síðastliðnu ári með tilliti til bakgrunns. Íslenska æskulýðsrannsóknin: Færsaldarvísar vor 2023/Menntavísindastofnun Háskóla Íslands

Sumar aðgerðanna lúta sérstaklega málefnum barna og ungmenna sem eru af erlendum uppruna.

Markmið einnar aðgerðarinnar er valdefla unga innflytjendur í gegnum skipulagt hópastarf. ungmennin fái kynnast, tengjast og taka þátt í samfélaginu og leggja sitt af mörkum.

Áætlað er verkefnið verði farið af stað fyrir lok apríl og í september verði vinnustofur um listsköpun, aðgerðir og sögugerð.

Þessi frétt er unnin af meistaranema við Háskóla Íslands í starfsnámi á fréttastofu RÚV.

Nafnalisti

    Svipaðar greinar

    Tölfræði

    • Textinn inniheldur 595 eindir í 29 málsgreinum.
    • Það tókst að trjágreina 29 málsgreinar eða 100,0%.
    • Margræðnistuðull var 1,57.