Stjórnmál

Óska eftir gögnum frá forsætisráðuneytinu

Ritstjórn mbl.is

2025-04-02 13:04

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur óskað eftir öllum gögnum frá forsætisráðuneytinu sem varða mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, sem leiddi til þess hún sagði sig frá ráðherraembætti.

Þetta upplýsir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, við mbl.is.

Óska eftir upplýsingum um hvaða reglur gilda

Skiptar skoðanir hafa verið á hvort trúnaðarbrestur hafi verið framinn í forsætisráðuneytinu vegna málsins.

Á meðal þess sem óskað er eftir er aðgengi þeim gögnum sem málið varðar, en einnig er óskað eftir upplýsingum um hvaða reglur gilda um meðferð erinda, líkt og ráðuneytinu barst frá fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar.

Segir Vilhjálmur nefndina eiga von á því gögnin berist á næstu dögum.

Við munum kalla til okkar gesti og fara yfir hvaða reglur gilda og hvernig meðferðin samræmist því, segir Vilhjálmur.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Vilhjálmur Árnasonþingmaður Sjálfstæðisflokksins

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 141 eind í 7 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,71.