Lagði fram frumvarp um sölu á Íslandsbanka
Hugrún Hannesdóttir Diego
2025-03-15 02:48
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp um sölu á eftirstandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Fyrirhugað er að sala fari fram með útboði á fyrri helmingi ársins þar sem almenningur hefur forgang á lögaðila.
Í frumvarpinu felst breyting á lögum frá síðasta ári sem veita fjármálaráðherra heimild til þess að selja hluti ríkissjóðs í Íslandsbanka í einu eða fleiri útboðum á næstu misserum. Lagt er til að þriðju tilboðsbókinni verði bætt við tvær sem fyrirhugaðar voru.
Markmiðið er að tryggja aðkomu allra fjárfestahópa og auka líkur á virkari þátttöku stórra fjárfesta án þess að ganga á forgang almennings.
Daði Már sagði í janúar að lokið yrði við sölu á eftirstandandi hluta ríkisins í Íslandsbanka á þessu ári. Um 42,5 prósent hlutabréfa Íslandsbanka eru í eigu ríkisins. Meirihlutinn af eignarhlut þess var seldur í tvennu lagi á árunum 2021 og 2022.
Til stóð að selja eftirstandandi hlut ríkisins í bankanum í tvennu lagi á þessu og síðasta ári. Því var hins vegar frestað í október. Sú ákvörðun var skýrð með markaðsaðstæðum og að skammt væri til þingkosninga.
Nafnalisti
- Daði Már Kristóferssonfráfarandi forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 185 eindir í 11 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,79.