Er þetta ástæða þess að allt fór í bál og brand?

Ritstjórn DV

2025-03-25 16:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Myndir sem Volodomír Selenskí Úkraínuforseti afhenti Donald Trump á margumtöluðum fundi þeirra í lok febrúar, þar sem allt fór í bál og brand, eru sagðar hafa vakið óánægju hjá Bandaríkjaforseta og stuðlað því fundur þeirra fór í bál og brand.

Selenskí hitti Trump og varaforsetann J.D. Vance fyrir skemmstu eins og frægt er orðið og voru samskiptin býsna köld þar sem Trump og Vance sökuðu Úkraínuforseta um vanþakklæti og virðingarleysi.

Selenskí mætti til fundarins með belti hnefaleikamannsins Oleksandr Usyk í farteskinu, en hann er heimsmeistari í þungavigt. Hugðist hann gefa Trump beltið.

Hann virðist hafa skipt um skoðun á síðustu stundu því í byrjun fundarins dró hann upp myndir af úkraínskum stríðsföngum sem hann sýndi Trump þegar myndavélarnar byrjuðu rúlla og fundurinn byrjaði. Um var ræða úkraínska hermenn sem höfðu verið í haldi Rússa og báru merki þess hafa sætt pyntingum.

Það er erfitt horfa á þetta, sagði Trump þegar hann skoðaði myndirnar.

Ónafngreindur heimildarmaður innan bandaríska stjórnkerfisins segir við Time þessi ákvörðun hafi hleypt illu blóði í Trump. Bandaríkjaforseta hafi liðið eins og Selenskí væri kenna honum um þá slæmu meðferð sem hermennirnir máttu sæta.

Í viðtali við Time segir Selenskí hann sjái ekki eftir því hafa sýnt Trump myndirnar því hann hafi viljað höfða til mennsku hans. Hann á fjölskyldu, ástvin og börn, sagði Selenskí meðal annars og bætti við hann hafi viljað sýna honum gildi sín. En svo fór samtalið í aðra átt, bætti hann við.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • J.D. Vancerithöfundur
  • Oleksandr UsykÚkraínumaður
  • Timebandarískt tímarit
  • Volodomír Selenskíforseti Úkraínu

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 269 eindir í 12 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,67.