„Þeir hafa alfarið hafnað að auka í þessum hóp“
Ingi Freyr Vilhjálmsson
2025-04-02 23:36
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Flugvirkjafélag Íslands er ósátt við flugfélagið Air Atlanta vegna þess að það hefur ekki viljað ráða flugvirkja sem launþega nema að takmörkuðu leyti. Þetta segir Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands.
Óskar segir að af 40 íslenskum flugvirkjum sem eru starfandi erlendis hjá Air Atlanta þá séu einungis fjórir sem eru launþegar en aðrir eru verktakar. Verktakarnir séu meðal annars starfsmenn hjá áhafnarleigunni Airborne á Möltu. Þeir flugvirkjar sem starfa hjá Air Atlanta á Íslandi, 21 talsins, séu hins vegar launþegar.]] Fyrirkomulag sem byggir á samblandi verktöku og launþega er alþekkt og tíðkast um allan heim í fluggeiranum. [[Hann segir að stéttarfélagið sé búið að gera allt sem það getur til að fá Air Atlanta til að breyta þessu og ráða fleiri af flugvirkjunum sem eru verktakar sem launþega. „Við leituðum allra leiða til að fá fyrirtækið að borðinu að fjölga þeim hóp sem þeir eru með í launþegasambandi. […] Þessu var alfarið hafnað og hefur ekki gengið eins og við óskuðum eftir.“ segir Óskar.
Fjallað er um þetta mál í fréttaskýringaþættinum Þetta helst í dag. Þáttinn má hlusta á hér:
Fjölþætt gagnrýni á starfsemi Air Atlanta
Fjallað hefur verið um flugfélagið Air Atlanta í þremur þáttum af Þetta helst síðastliðna viku.
Flugfélagið á sautján flugvélar í gegnum íslensk og maltversk félög. Air Atlanta stundar leiguflug undir merkjum annarra flugfélaga utan Íslands og stundar fraktflug. Félagið er einna þekktast fyrir svokallað pílagrímaflug til og frá Sádí-Arabíu fyrir þarlent flugfélag.
Hollenskur flugmaður, Sjoerd Willinge Prins, sem ráðinn var til Air Atlanta sem verktaki sagði frá því í viðtali hvernig fyrirtækið kom fram við hann eftir að hann veiktist þegar hann starfaði fyrir Air Atlanta í Afríku.
Einnig hefur verið sagt frá því á hvaða kjörum indónesískar og malasískar flugfreyjur Air Atlanta eru hjá Airborne á Möltu.
Eftir að fyrsti þátturinn um Air Atlanta var birtur í síðustu viku hafa borist margar ábendingar frá alls kyns aðilum um starfshætti félagsins.
Einn helsti rauði þráðurinn í umfjölluninni og ábendingunum snýst um það að Air Atlanta virðist í auknum mæli vilja ráða til sín starfsfólk sem verktaka. Þá er sama hvort um er að ræða flugmenn, flugfreyjur eða flugvirkja. Þetta er gert til að spara kostnað.
Í umfjölluninni hefur á sama tíma verið fjallað um það hvað eigendur Air Atlanta hafa hagnast ævintýralega á liðnum árum á sama tíma og fyrirtækið vill í auknum mæli ráða til sín fólk sem verktaka. Air Atlanta hefur greitt út 23 milljarða í arð til hluthafa sinna á liðnum fimm árum.
Air Atlanta hafnar tali um gerviverktöku
Baldvin Már Hermansson, forstjóri Air Atlanta, hefur aftur á móti hafnað því að fyrirtækið stundi gerviverktöku en bæði stéttarfélag flugvirkja og atvinnuflugmanna hafa leitt rök að því.
Hann hefur sagt við Þetta helst að verktakarnir sem vinna hjá Air Atlanta geri það sem „sjálfstætt starfandi verktakar fyrir félögin samkvæmt stöðluðum og viðurkenndum samningum við áhafnamiðlanir“.
Hann hefur auk þess sagt að félagið stundi ekki gerviverktöku í starfsemi sinni. Orðrétt hefur hann sagt við Þetta helst: „Air Atlanta stundar ekki gerviverktöku. Fyrirkomulag sem byggir á samblandi verktöku og launþega er alþekkt og tíðkast um allan heim í fluggeiranum.“
Nafnalisti
- Air Atlantaíslenskt flugfélag
- Baldvin Már Hermansson
- Óskar Einarssonformaður Flugvirkjafélags Íslands
- Sjoerd Willinge Prins
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 527 eindir í 31 málsgrein.
- Það tókst að trjágreina 24 málsgreinar eða 77,4%.
- Margræðnistuðull var 1,61.