Trump hættir að fjármagna Voice of America

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-17 09:58

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað fyrirskipun um hætta fjármögnun á fréttasamtökunum Voice of America en forsetinn segir þau vera róttæk og vinni gegn sér. Aðrir stjórnmálamenn og hægrisinnaðir fjölmiðlar hafa einnig gagnrýnt VOA.

Mike Abramowitz, forstjóri VOA, segir hann og nánast allir 1.300 starfsmenn sem þar vinna hafi verið settir í launað leyfi.

Voice of America er fyrst og fremst útvarpsstöð en hún var stofnuð í seinni heimsstyrjöldinni til vinna gegn áróðri nasista. Útvarpsstöðin segir hún nái til hundruð milljóna manna á heimsvísu í hverri viku.

Bandaríska blaðamannafélagið The National Press Club segir þróunina mjög áhyggjufulla og spyr hver staðan á fjölmiðlafrelsi í Bandaríkjunum ef hægt er taka heila fréttastofu úr umferð á einni nóttu.

Tilskipun forsetans beinist gegn móðurfyrirtæki VOA, US Agency for Global Media (USAGM) en það rekur einnig útvarpsstöðvarnar Radio Free Europe og Radio Free Asia, sem stofnaðar voru á tímum kalda stríðsins til vinna gegn kommúnisma.

Stjórnendur beggja stöðva fengu tölvupóst þar sem þeim var tilkynnt búið væri segja upp ríkisstyrkjum þeirra. Jan Lipavský utanríkisráðherra Tékklands segist vona Evrópusambandið gæti hjálpað við halda Radio Free Europe gangandi í Prag.

Nafnalisti

  • Agency for Global Media
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Jan Lipavský
  • Mike Abramowitz
  • Radio Free Asiabandarísk útvarpsstöð
  • Radio Free Europeútvarpsstöð
  • The National Press Club
  • VOAbandarískur fréttamiðill
  • Voice of Americabandarísk útvarpsstöð

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 185 eindir í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,74.