Stjórnmál

Einkafundur með forsætisráðherra ekki fyrsta stopp

Ritstjórn mbl.is

2025-03-21 13:15

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Einkafundur með forsætisráðherra er ekki endilega fyrsta stopp þegar mál koma upp eins og það sem leiddi til afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra. Þetta sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi oddvita ríkisstjórnarinnar fyrir stuttu.

Á fundinum var Kristrún spurð út í málsmeðferð ráðuneytisins og málshraða eftir erindi barst í síðustu viku þar sem óskað var eftir fundi með forsætisráðherra og tekið fram mennta- og barnamálaráðherra gæti setið fundinn.

Kristrún tók fram þó vika væri langur tími í pólitík væri það stuttur tími í stjórnsýslu. Ítrekaði hún það sama og hún sagði í gærkvöldi, þó ákveðið hafi verið bjóða ekki fund að svo stöddu fælist ekki í því afstaða.

Gaf hún lítið upp um næstu skref í málinu og hvort eitthvað yrði frekar aðhafst, en ítrekaði oft Ásthildur hefði sagt af sér og sætt pólitískri ábyrgð og sagt upp hjá ríkisstjórn Íslands.

Sagði Kristrún afgreiðslu ráðuneytisins vera eðlilega, en sagði ákvörðun Ásthildar hafa samband við konuna sem sendi inn erindið og fara heim til hennar hafa verið óeðlilega.

Þá var Kristrún spurð út í orð Ásthildar í yfirlýsingu sinni í morgun þar sem hún kallaði barnsföður sinn eltihrelli. Sagði Kristrún það væri ekki hennar svara fyrir um það hvernig Ásthildur ræddi um sín persónulegu mál.

Einnig var hún spurð hvort eðlilegt væri Ásthildur spilaði sig sem fórnarlamb í málinu, en barnsfaðir hennar var 15 ára og hún 22 ára þegar þau áttu samræði og hún eignaðist síðar barn þeirra. Kristrún sagðist ekki vera í stöðu til meta það og hún þekkti minna til málsins en fjölmiðlar og hafi eðli málsins samkvæmt ekki verið á staðnum fyrir 35 árum.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Kristrún Frostadóttirformaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 290 eindir í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 81,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,77.