Stjórnmál

Kemur ekki til greina að reka Ásthildi úr flokknum

Ritstjórn mbl.is

2025-03-21 13:01

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra, segir ekki koma til greina reka Ásthildi Lóu Þórsdóttur, fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra, úr Flokki fólksins. Þetta kom fram á blaðamannafundi oddvita ríkisstjórnarinnar fyrir skömmu.

Vísaði blaðamaður til þess áður hefði Flokkur fólksins rekið fólk úr flokknum en Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn flokksins, voru meðal annars reknir úr honum eftir Klausturmálið svokallaða á sínum tíma. Spurði blaðamaður hvort það kæmi til greina reka Ásthildi úr flokknum eftir fram kom hún hafi sofið hjá 15 ára dreng þegar hún var 22 ára og eignast barn með honum.

Svar Ingu við þessari spurningu var hreint og beint nei.

Þá var hún einnig spurð út í meintan tálmunarhluta málsins, en Flokkur fólksins hefur talað fyrir setja jafnvel lög sem geri tálmun foreldra refsiverða, og hvort Ásthildi væri stætt í flokknum vegna stöðunnar. Sagðist Inga ekki ætla setja sig í dómarasæti og taka einstaka frásagnir fram yfir aðra. Sagði hún um einhliða skýringu ræða sem sett hefði verið fram.

Inga viðurkenndi þó hún væri smá döpur Ásthildur hafi ekki upplýst hana fyrr um málið, en sagðist skilja vel hún hafi ekki gert það, enda verið rífa upp áratugagamalt mál og hún skildi vanlíðan Ásthildar vegna þess.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Inga Sælandformaður
  • Karl Gauti Hjaltasonfyrrverandi þingmaður Miðflokksins
  • Ólafur Ísleifssonfyrrverandi þingmaður Miðflokksins

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 227 eindir í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,70.