Menning og listir

Eru þrír rapparar frá Belfast bjargvættir írska tungumálsins?

Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

2025-03-30 06:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Getur hip-hop bjargað írska tungumálinu? Það er allavega markmið norður-írsku hljómsveitarinnar Kneecap. Írska gengur í endurnýjun lífdaga í rappi hennar og hljómsveitin hefur sagt markmið sitt vera gera tungumálið aðgengilegra fyrir ungt fólk.

Hvað er það við þessa hljómsveit sem hefur vakið nýjan áhuga á tungumálinu?

Fjallað var um Kneecap í Heimskviðum.

Vopnahlésbörnin frá Belfast

Það eru þeir Mo Chara, DJ Próvaí og Móglí Bap sem skipa hljómsveitina Kneecap. Mo Chara og Móglí Bap rappa og DJ Próvaí er plötusnúður, hann semur taktana.

Þeir eru frá Vestur-Belfast á Norður-Írlandi, sem telst enn til Bretlands. Þeir eru lýðræðissinar, vilja Norður-Írland og Írland sameinist, og berjast fyrir tilvist írska tungumálsins.

Til undirstrika hvar þeir standa í sjálfstæðisbaráttu Norður-Íra ber DJ Próvaí lambúshettu í írsku fánalitunum.

Nafn hljómsveitarinnar er heldur engin tilviljun eins og Árni Matthíasson, sérfræðingur á fréttastofu RÚV og tónlistarblaðamaður til áratuga, útskýrir:

Kneecap vísar náttúrulega í það sem var gert við dópsala, þeir voru skotnir í hnén eða brotnar á þeim hnéskeljarnar. Þannig þeir vísa í það. Þeir eru svolítið leika sér með þetta, þetta er ótrúlega skemmtilegt.

Þarna vísar Árni í aðferð sem írski lýðveldisherinn, IRA, notaði til refsa fíkniefnasölumkneecapping.

Þeir kalla fylgjendur sína Fenians, sem er það sem írski lýðveldisherinn notaði yfir sína meðlimi og vísar í einhverja írska hefð, írskar bardagasveitir til forna.

Strákarnir í Kneecap hafa lýst sjáfum sér sem vopnahlésbörnum eða Föstudagssáttmálabörnum. Þeir fæddust undir lok tíunda áratugarins og kynntust því ekki átökunum, The Troubles, sem einkenndu lífið á Norður-Írlandi til aldamóta, og gera það vissu leyti enn.

Þeir hafa sagt í viðtölum vegna þessa séu þeir vissu leyti aftengdir átökunum. Þeir horfi á þau frá öðru sjónarhorni en eldri kynslóðir. Þeir hafi ekki reynt þau á eigin skinni eins og foreldrar þeirra og beri því ekki með sér áföllin sem þeim fylgdu.

Við getum aftengst átökunum og litið á þau í stærra samhengi, sagði Móglaí Bap í viðtali í The Irish Times árið 2019.

Þeir segja þeim í raun ekkert óviðkomandi, þeir grínast með umfjöllunarefnið og ganga oft lengra en mörgum finnst ásættanlegt. Og það er tilgangurinn.

Hip-hop er list orðsins

Hip-hop er náttúrulega list orðsins, mikill texti, og hefur mótað sitt eigið tungumál og slangur, sérstaklega í Bandaríkjunum og Karíbahafi þaðan sem það er upprunnið, þá skiptir það svo rosalega miklu máli. Þetta tengist náttúrulega líka því þrælar í Bandaríkjunum, þeir voru með sitt eigið tungumál til þess leyna samskiptum sín á milli, þannig þetta tengist allt saman.

Árni Matthíasson er sérfræðingur á fréttastofu RÚV. RÚV/Darren Adam

Tónlist Kneecap telst ekki til nýstárlegs hiphops sögn Árna. Það er gamaldags, rokkað, með þungum töktum og minnir frekar á íslensku hljómsveitina Quarashi en amerískt hiphop.

Þetta er rokkaðra hip-hop, mjög kraftmikið og mjög skemmtilegt. , þetta er ekki nýstárlegt en það sem gerir þetta svo spes er tungumálið. Alveg eins og maður segir alltaf við íslenskar hljómsveitir: Syngdu á íslensku, þá ertu strax orðinn spes.

Það sem þeir gera er einstakt

Áine Mangaoang er tónlistarfræðingur og dósent í popptónlist við háskólann í Osló í Noregi. Hún er írsk, reyndar ekki frá Norður-Írlandi, heldur suðausturhluta Írlands, frá smábæ sem heitir New Ross í Wexford-sýrslu.

Hún hefur lengi fylgst með Kneecap og rifjar upp þegar hún heyrði fyrst af þeim, í kringum 2019. Þá vann hún rannsóknarverkefni sem varð á endanum bók sem kallaðist Made in Ireland: Studies in popular music.

Hluti af rannsóknarvinnunni fyrir bókina var skoða mismunandi tónlist frá Írlandi, bæði Norður-Írlandi og suðurhlutanum. Við vorum sérstaklega leita tónlist sem var flutt á írsku. Það eru ekki margir vinsælir tónlistarmenn sem syngja á írsku.

Áine Mangaong, tónlistarfræðingur og dósent í popptónlist við Háskólann í Osló. Zoom/RÚV

Hljómsveitin Kneecap var ein þeirra sem sungu á írska tungumálinu. Hún var ein þeirra hljómsveita sem var verða vinsæl en ekki orðin hluti af meginstraumstónlistinni.

Þeir gerðu sína list, tónlist og texta á írska tungumálinu og skáru sig úr vegna þessa.

Mangaoang segir áhugavert hafa fylgst með hljómsveitinni vaxa og byggja upp aðdáendahóp og athygli á alþjóðavettvangi. Sérstaklega þar sem hljómsveitin syngi á tungumáli sem afar fáir tali og er í miklum minnihluta í heimalandinu.

Mangaoang segir málvíxl Kneecap, þegar þeir skipta á milli írsku og ensku, séu einstök þótt það vel þekkt listamenn fari á milli tungumála.

Það sem þeir gera, blanda írsku og ensku saman í tónlistinni og rappa í ofanálag, er einstakt.

Nánast útdautt tungumál

Um það bil 80 þúsund hafa írsku móðurmáli á Írlandi og Norður-Írlandi. Tæpar tvær milljónir hafa vald á tungumálinu, hafa lært það í skóla eða hafa það sem annað mál, á eftir ensku.

Írska hefur verið töluð á Írlandi í meira en tvö þúsund ár. Hún hefur átt undir högg sækja í margar aldir vegna breskra yfirráða. Tungumálið þó ekki alveg út heldur var talað á afskekktum stöðum á vesturströnd Írlands. Írska sótti ekki í sig veðrið fyrr en á áttunda áratug síðustu aldar þegar komið var á fót írskumælandi skólum. Þá fengu nýjar kynslóðir kynnast tungumálinu.

Mangaoang segir írska hafi áhugaverða stöðu í írsku samfélagi og menningu. Írska er, ásamt ensku, opinbert tungumál lýðveldisins Írlands en hún er umdeildari og það er meiri ágreiningur um hana á Norður-Írlandi, þaðan sem hljómsveitin Kneecap er. Þó er hún opinbert tungumál þar, ásamt ensku og Ulster-skosku.

Af því Norður-Írland er enn hluti af Bretlandi. Margir þar eru lýðveldissinnar og vilja sameinast Írlandi. Það getur því haft aðra þýðingu tala írsku á Norður-Írlandi en ef til vill á Írlandi.

Þó segir hún það geti enn talist pólitískt syngja eða nota írsku á einhvern hátt á Írlandi af því tungumálið er enn frekar jaðarsett.

Mikil sókn hefur verið í notkun írsku, sérstaklega síðustu fimm ár. Mangaoang telur það meðal annars út af listrænum verkefnum eins og Kneecap.

Listin er alltaf leiðandi í þessum málum. Fólk vill innblástur og þegar það sér fólk búa til áhugaverða list á þessu tungumáli þá áttar það sig á því það í lagi nota málið og tjá list og menningu á írsku.

Hún segir aukinn áhuga á tungumálinu síðustu árin mjög áhugaverðan.

Öll börn á Írlandi læra írsku í skóla, frá fjögurra ára til átján ára. Mangaoang segir þegar hún lærði írsku hafi kennsluaðferðirnar verið fornlegar.

Hefðbundin írskukennsla þurr og óspennandi og letji fólk til halda tungumálinu við.

Fyrir mig, áhugamanneskju um tónlist og tónlistarkennslu, er það mjög hvetjandi sjá hvernig hægt er nota tónlist og aðrar listir til vekja áhuga á tungumálinu á meira skapandi og áhugaverðari hátt, þar sem fólk getur lært um tungumálið.

Hreimurinn getur verið afhjúpandi

Á Bretlandseyjum er mjög mikil stéttaskipting eftir hreim og Árni segir hann geti afhjúpað stöðu fólks í samfélaginu.

Hvernig talar þú? Talar þú með cockney-hreim eða með þessum BBC-hreim, þessum viðurkennda og svo framvegis. Þannig það er rosalega mikil og sterk stéttarskipting. Og það sem hefur gerst í breskum músíkheimi, hip-hopheimi og grime og fleiri slíku, þá hefur orðið til sérstakt tungutak. Það sem þeir kalla fjölmenningarlega lundúnarensku, MLE, multicultural London english, sem varð til á áttunda og níunda áratugnum og er enn þróast. Það eru sem sagt áhrif frá Karíbahafi, afró/asískum málum og líka smá cockney og aðrar enskar mállýskur og svo er líka skreytt með arabískum orðum. Þetta er svona orðið lingua franca í bresku hipphoppi og tónlist að miklu leyti.

Rapparar í öðrum héruðum Bretlands ýkja oft sinn framburð til skilgreina sig betur og skilja sig frá öðrum.

Þannig ég myndi segja hreimur miklu mikilvægari á Bretlandseyjum heldur en víðast annars staðar.

Norðurírski hreimurinn er mjög einkennandi. Hér er nýlegt viðtal við þá þar sem þeir tala meðal annars um tungumálið og hlutverk þess í tónlist þeirra.

Auðvitað kemur Brexit við sögu

Eins ólíklega og það kann hljóma kemur Brexit líka við sögu. Árni segir kosningabaráttan fyrir Bexit hafi litast mikið til af enskri þjóðernishyggju.

Það jók spennu milli þjóðarbrota, sérstaklega hjá yngra fólki. Yngra fólkið vildi vera áfram í Evrópusambandinu, þetta var bæði aldursbilið og svo var það líka þjóðernisbil. Til dæmis eins og í Englandi kusu flestir yfirgefa ESB en á Norður-Írlandi var mikill meiri hluti fyrir því vera áfram í ESB og enn þá meiri meirihluti í Skotlandi, en þeir voru bara ekki nógu margir til þess hafa sitt fram. Í ljósi þessa fór verða mikilvægara hjá ungu tónlistarfólki syngja á sínu tungumáli.

Evrópusambandið styrkti jaðartungumál í Bretlandi með fjárstyrkjum þar til það sagði sig úr sambandinu. Írska er einmitt eitt af opinberum tungumálum Evrópusambandsins, enda er Írland í ESB.

ESB

Það verður til þess það verður enn meiri áhugi. Áður var þessi stuðningur svona: þetta er akademískt, halda þessu lifandi, gleymum ekki gömlu fólki, gömlum sögum. Svo fer ungt fólk líta á þetta sem ákveðna sjálfstæðisyfirlýsingu. Við erum ekki Englendingar, við eigum okkar þjóðerni, við eigum okkar hefðir og við ætlum halda þeim á lofti. Þá fara þau syngja og rappa á veilsku, skoskri gelísku, írskri gelísku eða írsku, og þar koma þeir inn í þessir Kneecap-strákar.

Þeir hafa alltaf ögrað og gefa sig út fyrir ögra viðteknum gildum og breskum yfirráðum á Norður-Írlandi. Dæmi um þetta er fyrsta platan þeirra, sem kom út 2018.

Fyrsta platan þeirra kom út, 3 CAG, sem er lesið sem trí chonsan agus guta, þrír samhljóðar og einn sérhljóði, sem sagt MDMA fíkniefnið. En þetta er svona hernaðaryfirlýsing og herkvöð.

Árni segir þá ekki taka sig of alvarlega.

Það er svolítið skemmtilegt með þá þeir ganga svolítið upp í vera eins og nokkurs konar grínmynd af hinum dæmigerða þjóðernissina. Það er að segja sambandssinnarnir sem vilja viðhalda sambandinu við Bretland, þeir eru með svona ákveðna mynd af því hvernig hinn dæmigerði þjóðernissinni er, og og þeir gangast svolítið upp í því og eru svolítið ögra og storka með því.

Unnu mál gegn breska ríkinu

En þeir eru líka umdeildir, og eins og Mangaoang benti á, getur það eitt tala írsku verið pólitískt í einhverju samhengi.

Í fyrra kærði Kneecap breska ríkið vegna styrks sem þeir fengu en var dreginn til baka. Styrkurinn, Music export growth scheme, miðar því ungar hljómsveitir og listamenn geti kynnt sig erlendis. Þáverandi viðskiptaráðherra, Kemim Badenoch sem er núverandi formaður Íhaldsflokksins, dró styrkinn til baka.

Á þeim forsendum henni þyki ekki forsvaranlegt skattgreiðendur landsins séu leggja listamönnum lið eða styðja við listamenn sem tala opinskátt gegn Bretlandi og gegn breska veldinu. Og þarna að sjálfsögðu kannski gleymir hún taka það til greina Norður-Írar greiða sína skatta í Bretlandi en líka bara það sem stjórnmálaafl þá ertu komin út á hálann ís þegar þú ert farin draga til baka styrki eins og þennan vegna þess þér líkar ekki á skilaboðin sem listamaðurinn hefur fram færa, segir Sólveig Jónsdóttir, rithöfundur og stjórnmálafræðingur,

Sólveig Jónsdóttir stjórnmálafræðingur, rithöfundur og sérfræðingur um málefni Írlands. RÚV/RÚV-Vilhjálmur Þór Guðmundsson

Hún þekkir Norður-Írland vel. Hún hefur bæði búið þar og starfað og fjallað um Norður-Írland, meðal annars í bókum og útvarpsþáttum. Þóra Tómasdóttir ræddi við Sólveigu í Þetta helst í ágúst um óeirðir og mótmæli á Norður-Írlandi.

Þar sagði hún einnig frá þessu máli sem Kneecap unnu. Þeir fengu styrkinn aftur, jafnvirði um tveggja og hálfrar milljónar íslenskra króna. En í stað þess nota hann í tónleikaferðalag um Bandaríkin, eins og upphaflega stóð til, gáfu þeir peninginn í tvær félagsmiðstöðvar fyrir ungmenni í Belfast, mótmælendamegin og kaþólikkamegin.

Sólveig segir hljómsveitin ýti undir umræðu um uppgjör við átökin með lögum sínum og list.

er orðið töff tala írsku, það var ekki rosalega töff. Það eru 78 þúsund manns sem tala írsku alveg og núna eru þeir koma sínum skilaboðum á framfæri. Eins og bara með þetta dómsmál sem þeir vinna, þetta er rosalega stórt og þetta segir einhvern veginn rosalega mikið um það núna er fólk í gegnum tungumálið endurskilgreina sitt þjóðareinkenni, svona identity, út frá því eru þeir ekki lengur einhver fyrrum nýlenduþjóð, þeir eru ekki einhverjir bældir kaþólikkar, er þetta bara norður-írsk samfélag.

Hver nýlenda getur fallið

Hljómsveitin vakti einnig rækilega athygli um miðjan mars þegar hún var á tónleikaferðalagi í Ástralíu. Á einum tónleikunum birtist höfuð af styttu af Georg fimmta Bretakonungi. Höfuðið hafði verið sagað af styttu sem stendur í Melbourne í júní í fyrra. Hljómsveitin setti mynd af uppátækinu á Instagram.

Þar sést Mo Chara halda á höfðinu og við myndina stendur: Einhver brjálæðingur kíkti við með risastórt höfuð af styttu Georgs konungs til þess hann gæti heyrt nokkur lög á síðustu tónleikum okkar í Melbourne. Sagt er höfuðið hafi verið skorið af honum í fyrra. Hann var á sviðinu í nokkur lög og síðan hrifsaður í burtu munið bara hver nýlenda getur fallið.

Instagram/Kneecap

Ástarbréf til írska tungumálsins

Og velgengni hljómsveitarinnar er slík í fyrra kom út bíómynd um uppruna hennar. Myndin heitir einfaldlega Kneecap eftir hljómsveitinni og var meðal annars framlag Írlands til Óskarsverðalunanna.

Strákarnir léku sjálfa sig í myndinni þrátt fyrir hafa enga reynslu af því leika. Þetta er hálfgerð sjálfsævisögumynd en eins og þeim einum er lagið er fært í stílinn.

Myndin fékk góða dóma hjá gagnrýnendum og sló í gegn á Sundance kvikmyndahátíðinni. Þar hlaut hún NEXT áhorfendaverðlaunin og varð þar með fyrsta myndin á írsku til vinna til verðlauna á hátíðinni.

Stórleikarar á borð við Michael Fassbender leika í myndinni og þar er meira að segja finna lýðveldissinnann Gerry Adams, fyrrverandi leiðtoga stjórnmálaflokksins Sinn Féin, í litlu hlutverki.

Gerry Adams er fyrrum formaður Sinn Féin. WILL OLIVER

Mangaoang var viðstödd frumsýningu myndarinnar bæði í Kaupmannahöfn og í Osló. Þar flutti Claire Buckley, írski sendiherrann, ræðu og sagði myndina ástarbréf til írska tungumálsins. Hún hafi talað um endurreisn tungumálsins um allan heim.

Margir reyna læra írsku á Duolingo víða um heim. Sennilega ætti hljómsveitin einhvers konar réttindagreiðslur fyrir alla nýju notendurna á Duolingo.

Írska fyrir allamótmælendur og kaþólikka

Árni segir Kneecap minni hlustendur ef til vill á XXX Rottweilerhunda í íslensku samhengi.

Af hverju slógu Rottweilerhundarnir í gegn? , þeir voru góðir en fyrst og fremst af því þeir röppuðu á íslensku. Það var lykillinn. Það voru búin vera bönd á undan, eins og Quarashi sem var þekkt á Íslandi, en ekki eins stór og Rottweiler og fleiri bönd sem röppuðu á ensku en þegar íslenskan kom þá lyftist þetta á annan stað.

Þetta á líka við í dag, tónlistarmenn eins og Herra Hnetusmjör, Aron Can og Bríet syngja öll, eða rappa, á íslensku.

, tungumálið talar beint til okkar. Ég get sagt við þig I love you og það er allt í lagi en ég á kannski erfiðara með segja ég elska þig nema ég geri það.

Í viðtali í spjallþættinum Late Late Show í írska sjónvarpinu sögðust þeir vilja írska yrði aðgengilegri fyrir ungt fólk, sérstaklega í norðrinu.

Fólk á báðum hliðum samfélagsins, bæði mótmælendur og kaþólikkar eiga þetta tungumál. Þetta er þeirra tungumál, okkar tungumál, tungumál allra. Það skiptir ekki máli hvaðan þú ert. Þú getur leikið þér með það, þú þarft ekki taka það svona alvarlega, leiktu þér og skemmtu þér.

Nafnalisti

  • Áine Mangaoang
  • Áine Mangaong
  • Árni Matthíassontónlistarblaðamaður og rithöfundur
  • Aron Cantónlistarmaður
  • Belfasthöfuðborg
  • Bríetleigufélag
  • Claire Buckley
  • Darren Adamútvarpsmaður í Bretlandi til margra áratuga
  • Duolingovinsælt tungumálaforrit
  • Georgtölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík
  • Gerry Adamstjórnmálamaður
  • Herra Hnetusmjörtónlistarmaður
  • Hip-hopengin undantekning
  • IRAírskur lýðveldisher
  • Kemim Badenoch
  • Kneecapírskt rapptríó
  • Late Late Showsjónvarpsþáttur
  • Made in Ireland
  • Michael Fassbenderleikari
  • Móglaí Bap
  • Musickvikmynd
  • New Ross
  • Norður-Írarrétti maðurinn til þess að leiða liðið áfram
  • Norður-Írlandhelsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um framtíðartilhögun samskipta þeirra eftir útgönguna
  • Quarashihljómsveit
  • Rottweilertegund
  • Sinn Féinstjórnarandstöðuflokkur
  • Sólveig Jónsdóttirframkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands
  • Studies in
  • Sundancekvikmyndahátíð
  • The Irish Timesírskt dagblað
  • The Troublesnafn
  • WILL OLIVER
  • XXX Rottweilerhundaplata
  • Zoomfjarskiptaforrit
  • Þór Guðmundsson
  • Þóra Tómasdóttirfjölmiðlafulltrúi Advania

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 2818 eindir í 168 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 156 málsgreinar eða 92,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,70.