Sæki samantekt...
Rekstur Landakotsskóla í Reykjavík er í uppnámi en forsvarsmenn skólans hafa samkvæmt heimildum Morgunblaðsins skrifað borgarstjóra bréf þar sem alvarlegri stöðu í rekstri hans er lýst. Landakotsskóli er einn sex sjálfstætt starfandi skóla í Reykjavík.
Alþjóðadeild skólans hefur verið í miklum vexti á undanförnum árum en nú er deildin orðin það stór að hún stendur ekki undir sér miðað við fjárframlög. Uppsagnir eru fyrirséðar.
100 milljóna króna mismunur
Lögum samkvæmt veita sveitarfélög sjálfstætt starfandi skólum fjárframlög sem nema 70 — 75% af meðaltalsrekstrarkostnaði allra grunnskóla á hvern nemanda. Framlag borgarinnar til Landakotsskóla jafngildir um 309 milljónum miðað við 140 nemendur en opinber skóli af sömu stærð fær á sama tíma 412 milljónir. Mismunurinn er rúmar 100 milljónir króna og munar um minna.
Ekki náðist í Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra við gerð fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en hún hefur boðað forsvarsmenn Landakotsskóla á fund í dag. Helga Þórðardóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, kaus að tjá sig ekki fyrr en að fundi loknum.
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir fyrirséð að á næstu árum muni þurfa þúsundir erlendra sérfræðinga til starfa hérlendis svo að hægt verði að standa undir verðmætasköpun í landinu.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag og í nýja Mogga-appinu
Nafnalisti
- Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
- Helga Þórðardóttirvaraborgarfulltrúi Flokks fólksins
- Hildur Björnsdóttiroddviti
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 198 eindir í 12 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 91,7%.
- Margræðnistuðull var 1,66.