Viðræður sendinefnda Bandaríkjanna og Úkraínu hafnar
Dagný Hulda Erlendsdóttir
2025-03-11 09:40
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Sendinefndir Bandaríkjanna og Úkraínu eru nýsestar á fund í Sádí-Arabíu. Á dagskránni eru viðræður um auðlindasamning og vopnahlé í Úkraínu.
Utanríkisráðherrar landanna, Andriy Sybiha og Marco Rubio fara fyrir sendinefndunum. Í úkraínsku nefndinni situr einnig helsti ráðgjafi Zelenskys Úkraínuforseta, varnarmálaráðherra Úkraínu og ofursti úr Úkraínuher. Í þeirri bandarísku sitja, auk utanríkisráðherrans, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta og sérstakur erindreki hans í málefnum Mið-Austurlanda.
Sendinefndir Bandaríkjanna og Rússlands funduðu í síðasta mánuði í Sádi-Arabíu og voru ráðamenn í Úkraínu ósáttir við að hafa ekki verið boðnir að samningaborðinu í það skiptið.
Úkraínuher gerði í nótt sínar umfangsmestu árásir hingað til á Moskvu og nágrenni og drap tvo. Stjórnvöld í Úkraínu segja árásirnar eiga að vera áminning til Pútíns Rússlandsforseta um að skoða þann möguleika að samþykkja vopnahlé í lofti. Úkraínumenn ætla að leggja fram að til að byrja með verði samið um vopnahlé í lofti og á sjó.
Dmitry Peskov talsmaður stjórnvalda í Rússlandi fordæmir árásirnar í nótt. Hann segir loftvarnakerfi hafa virkað mjög vel til að hrinda árásinni.
Ótti er í Úkraínu um að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætli að beita sér fyrir friðarsamkomulagi á forsendum Rússa. Hann hefur síðustu vikur kallað Zelensky einræðisherra og sakað hann um að vera ekki þakklátan fyrir hernaðaraðstoð Bandaríkjanna. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa lýst því yfir að bæði Rússland og Úkraína þurfi að gefa ýmislegt eftir til að hægt verði að semja um vopnahlé.
Nafnalisti
- Andriy Sybiha
- Dmitry Peskovtalsmaður stjórnvalda í Kreml
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Marco Rubioöldungadeildarþingmaður
- PútínsRússlandsforseti
- Zelenskyforseti Úkraínu
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 239 eindir í 14 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 92,9%.
- Margræðnistuðull var 1,54.