Íslendingar bregðast við: „Farðu í rass og rófu“

Ritstjórn mbl.is

2025-04-02 23:34

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Íslendingar láta sig flest mál varða og ekki síst þegar þau varða okkur sjálfa. Fyrr í kvöld tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti 10% lágmarkstoll á allar innfluttar vörur og enn hærri gagntolla á fjölda ríkja.

Ísland er ekki á lista yfir þjóðirnar sem á sig gagntolla og því verður 10% tollur á allar innfluttar vörur frá Íslandi. Aftur á móti verður 20% tollur á vörur frá Evrópusambandinu og 37% tollur á vörur frá Kína.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skrifaði á X þetta styrkti stöðu Íslands hlutfallslega.

Ísland með samkeppnisforskot á ESB

Tryggvi Hjaltason, fyrrverandi formaður hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins, segir á facebook Ísland hafi verið 10% viðbótar samkeppnisforskot inn á Bandaríkjamarkað gagnvart öllum ríkjum Evrópusambandsins.

Það er ansi mikið veganesti. Spilum vel úr þessu. Förum í enn meiri sókn inn á Bandaríkjamarkað, skrifar hann.

Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi Sósíalista, fylgdist með blaðamannafundi Trumps og hafði þetta um hann segja:

Þetta er eins og lenda við hliðina á drukknum manni í langflugi. Mikil reiðinar ósköp hvað þessi maður er raupsamur og leiðinlegur.

Farðu í rass og rófu

Ef skoðuð eru ummælin undir færslum mbl.is á facebook sjá sumir eru svo sannarlega ekki sáttir.

Farðu í rass og rófu. Þú tapar þessu stríði, skrifar einn netverji.

Annar netverji spyr hvort Íslendingar þurfi ekki byrja sniðganga bandarískar vörur.

Þurfum við eitthvað lúffa fyrir þessu? Hætta kaupa allt sem við getum frá BNA? Kaupa bara frá Kanada? spyr viðkomandi.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Gunnar Smári Egilssonfyrrverandi ritstjóri Fréttatímans
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugssonformaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra
  • Tryggvi Hjaltasonformaður Hugverkaráðs

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 278 eindir í 21 málsgrein.
  • Það tókst að trjágreina 18 málsgreinar eða 85,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,65.