Sæki samantekt...
Flaggað er nú á Stjórnarráðinu við Lækjargötu alla daga ársins. Að sögn Sighvats Arnmundssonar upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins óskaði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra eftir því í byrjun mars að þetta yrði gert. Til þessa hefur verið flaggað á húsinu á fánadögum og við sérstök tilefni.
Þess má geta að fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur og fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokks um breytingu á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið þess efnis að tjúgufáninn skuli dreginn á stöng alla daga ársins á Alþingishúsinu og Stjórnarráðshúsinu kl. 8 að morgni og vera við hún til kl. 21 að kvöldi. Þessa fána skuli lýsa upp í skammdeginu.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag og í nýja Mogga-appinu
Nafnalisti
- Guðrún Hafsteinsdóttirfyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins
- Kristrún Frostadóttirformaður
- Sighvatur Arnmundssonupplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 114 eindir í 6 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,54.