EfnahagsmálViðskipti

Hlutabréfaverð féll eftir tollatilkynningu Trumps

Ritstjórn mbl.is

2025-04-03 10:02

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Verð lækkaði á mörkuðum í Bandaríkjunum eftir Donald Trump kynnti nýja tolla á innfluttar vörur í gærkvöld.

Bandarísk hlutabréf lækkuðu í gær, eftir Donald Trump forseti kynnti víðtækar tollaaðgerðir sem hluta af því sem hann kallar Frelsisdaginn (e. Liberation Day). Tollar verða lagðir á nær allar innfluttar vörur10% almennt, en hærra á vörur frá Kína, Evrópusambandinu og Japan. Kína sæti 34% tolli, ESB 20% og Japan 24%.

S & P 500 lækkaði um rúm 2%, Dow Jones um 1%, og Nasdaq um nær 3%. Tæknifyrirtæki og vörumerki sem treysta á innflutning urðu fyrir mestum áhrifum. Apple féll um 6%, Tesla um 4%, og fatamerki eins og Nike og Lululemon töpuðu um 711%.

Áhyggjur eru uppi um tollarnir gætu aukið verðbólgu og dregið úr neyslu í Bandaríkjunum. Ávöxtunarkrafa 10 ára ríkisskuldabréfa lækkaði niður í 4,13%, sem er með því lægsta á árinu.

Fjárfestar bíða eftir viðbrögðum frá Evrópusambandinu og Kína, en ekki er útilokað þau grípi til mótvægisaðgerða, sem gætu aukið óvissu á alþjóðamörkuðum.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Dow Jonesbandarísk hlutabréfavísitala
  • Liberation Day
  • Lululemonmerki
  • Nasdaqbandarísk kauphöll

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 191 eind í 10 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,95.