„Þetta er risasigur“

Ritstjórn mbl.is

2025-03-19 16:50

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ég ætla bara ekki lýsa því hvað ég er ánægð með við séum búin skrifa undir þetta samkomulag, segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, um undirritun samkomulags þess efnis ríkið muni taka við framkvæmd og ábyrgð á fjármögnun sérhæfðrar þjónustu við börn með fjölþættan vanda sem búsett eru utan heimilis.

Þá segir hún breytt fyrirkomulag koma til með breyta öllu fyrir börn málaflokksins, þau muni vera í meðferð, ekki bara í vistun. Einnig vonast hún til þess hægt verði samnýta starfsmenn og sérfræðinga, sem muni skila sér í hagræðingu á rekstri.

Þjónusta við börn með þriðja stigs vanda hefur sögn Ásthildar hvílt mjög þungt á sveitarfélögunum, en ríkið taki við henni fullu 1. janúar næsta árs.

Hefur staðið lengi til

Hvað þýðir þetta raunverulega, hvaða breytingar munum við sjá?

Í fyrsta lagi er ríkið taka sér þessa þjónustu við börn sem eru með þriðja stigs vanda, sem hefur hvílt mjög þungt á sveitarfélögunum. Þannig við erum yfirtaka það.

Svo felur þetta það í sér við tökum við þessu fullu 1. janúar á næsta ári, þannig hefst uppbygging sem hefur staðið lengi til, í takt við það sem gerð var áætlun um í skýrslu frá árinu 2023.

Núna hefst uppbygging. Það getur verið einhverjar breytingar verði gerðar á henni, núna þegar við förum skoða hvernig þetta lítur út, en í grunninn er það þessi uppbygging sem hefst.

Breytir öllu fyrir börnin

Hvaða beinu afleiðingar hefur þetta breytta fyrirkomulag fyrir börnin?

Að sjálfsögðu breytir þetta öllu fyrir börnin. Við erum tala um vistunarheimili fyrir börnin, við erum líka tala um hagræðingu í rekstrihún gerist þegar við erum komin með þetta í okkar hendur, erum komin með meðferðarplássin sem við þurfum og kannski einhverja kjarna þar sem hægt er samnýta starfsmenn og sérfræðinga og annað þess háttar.

Börnin munu vera í meðferð hjá okkur, ekki bara í vistun ef svo segja. Þannig þetta mun breyta alveg gríðarlega miklu og við munum fara langt með þetta, ég trúi við verðum komin langt með þetta núna bara á þessu ári. En af því við þurfum taka við þeim börnum sem þegar eru í vistun, þann 1. janúar á næsta ári.

Svo mun þróunin halda áfram, en uppbyggingin er hafin, það fer ekkert á milli mála. Þetta er risasigur, þetta er búið sitja á hakanum í einhver ár. Allavega var því fyrst flaggað í þetta stefndi árið 2011. Ég ætla bara ekki lýsa því hvað ég er ánægð með við séum búin skrifa undir þetta samkomulag.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 486 eindir í 22 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 22 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,68.