Ráðstafanir til að fjölga leikskólakennurum hafa ekki dugað til

Jakob Snævar Ólafsson

2025-04-01 13:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ráðstafanir sem gripið var til í þeim tilgangi fjölga leikskólakennurum á leikskólum landsins hafa ekki dugað til vega upp á móti því brottfalli sem orðið hefur úr stéttinni vegna aldurs eða af öðrum orsökum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu mennta- og barnamálaráðherra um framkvæmd skólahalds í leikskólum skólaárin 20152023.

Í skýrslunni kemur fram á því tímabili sem hún nær yfir hafi hlutfall leikskólakennara af heildarfjölda starfsfólks leikskóla lækkað úr 33 prósent árið 2016 í 25 prósent árið 2023. Árið 2023 hafi 37 prósent leikskóla (eða 97 af 260) verið með færri en 18 prósent leikskólakennara sem sinntu menntun og umönnun barna í leikskólum, þar af hafi verið 15 leikskólar með engan leikskólakennara starfandi. Aftur á móti hafi fjölgað starfsfólki með kennaramenntun án sérhæfingar í leikskólakennarafræðum, sem var 3 prósent af starfsfólki leikskóla árið 2023. Hlutfall annars uppeldismenntaðs starfsfólks í leikskólum hafi breyst lítið og verið á bilinu 16-19 prósent. Hlutfall ófaglærðra starfsmanna í leikskólum hafi hækkað úr 49 prósent í 56 prósent.

Í skýrslunni segir enn fremur þrátt fyrir ráðstafanir til fjölga útskrifuðum leikskólakennurum með því bjóða hvatningarstyrki, nýjar námsleiðir, raunfærnimat fyrir þá sem ekki hafa stúdentspróf og fagháskólanám, haldi fjölgun útskrifaðra leikskólakennara ekki í við brotthvarf þeirra frá störfum á leikskólum, m.a. vegna aldurs. Brotthvarf starfsfólks í leikskólum hafi þó verið lægra í hópi leikskólakennara á tímabilinu, eða 914 prósent árlega, en brotthvarf ófaglærðs starfsfólks leikskóla sem var á bilinu 2736 prósent árlega. Þá hafi ekkert brotthvarf nýútskrifaðra leikskólakennara verið til annarra starfa á árunum 20202022.

Uppfylla ekki lög

Í skýrslunni segir ljóst þetta lækkandi hlutfall leikskólakennara í leikskólum þýði ákvæði laga um þeir eigi vera 2/3 starfsfólks í leikskólum séu töluvert frá því vera uppfyllt.

Segir enn fremur samkvæmt samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi árið 2023 verið 14 sveitarfélög af 65 í landinu og 97 leikskólar af þeim 260 sem voru starfandi það ár með 18 prósent eða lægra hlutfall leikskólakennara í skólum. Af þessum 97 voru 15 leikskólar með engan leikskólakennara starfandi á því ári. Einn leikskóli í landinu uppfyllti skilyrði laga um 2/3 starfsfólks væru leikskólakennarar og 25 leikskólar höfðu 2/3 starfsfólks sem voru kennarar eða með aðra uppeldismenntun.

Ráðstafanirnar sem dugðu ekki

Í skýrslunni er gerð nánari grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til á síðustu árum til stuðla fjölgun leikskólakennara sem starfandi eru á leikskólum.

Haustið 2019 hófst fimm ára átaksverkefni stjórnvalda um fjölgun kennara á öllum skólastigum og til sporna við brotthvarfi þeirra úr starfi. Meðal annars fólst það í stutt var við kynningu á starfi leikskólakennara og námsleiðum sem leiða til kennsluréttinda í gegnum verkefnið Komdu kenna.

Árangurinn var útskrifuðum kennurum þar á meðal leikskólakennurum fjölgaði en hins vegar á sama tíma fækkaði starfsfólki leikskóla með kennsluréttindi.

Sömuleiðis var ráðist í sérstakar aðgerðir til fjölga kennurum með menntun á sviði leikskólafræða. Komið var á 60 eininga fagháskólanámi í leikskólafræðum haustið 2023 í samstarfi Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Námið er hugsað fyrir þá sem lokið hafa leikskólaliðanámi eða leikskólabrú á framhaldsskólastigi.

Þar aukið hefur verið unnið því meta hæfni þeirra sem hafa unnið við menntun og umönnun barna í leikskólum en hafa ekki stúdentspróf eða sambærilegt próf, til eininga í grunnháskólanámi á sviði leikskólakennarafræða. Þetta hefur verið nefnt raunfærnimat. Flestir nemenda í þessu námi eru í skýrslunni sagðir hafa haldið áfram náminu og nokkrir þeirra hafi útskrifast sem leikskólakennarar.

Hví dugðu þær ekki?

Ljóst er því umræddar ráðstafanir hafi orðið til þess fjölga þeim sem ljúka leikskólakennaranámi en hafa ekki dugað til hækka hlutfall leikskólakennara í hópi starfsmanna leikskóla landsins og vega upp á móti brottfalli úr stéttinni.

Í skýrslunni er ekki gerð tilraun til greina ástæður þessa en líkleg skýring verður teljast þrátt fyrir þessar aðgerðir hafi einfaldlega ekki nógu margir sóst eftir leikskólakennaramenntun til vega upp á móti fjölda þeirra leikskólakennara sem láta af störfum vegna aldurs eða af öðrum ástæðum.

Nafnalisti

    Svipaðar greinar

    Tölfræði

    • Textinn inniheldur 685 eindir í 29 málsgreinum.
    • Það tókst að trjágreina 25 málsgreinar eða 86,2%.
    • Margræðnistuðull var 1,86.