Segist opinn fyrir vopna­hléi en hafnar til­lögu Trumps

Samúel Karl Ólason

2025-03-13 16:06

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og rætur innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar.

Þetta er meðal þess sem Pútín sagði á fundi með Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús.

Pútín sagði einnig rússneskir hermenn væru í framsókn á öllum hlutum víglínunnar og sagði óljóst hvaða áhrif vopnahlé myndi hafa þar. Erfitt væri segja til um hver bæri ábyrgð á brotum gegn vopnahléi á tvö þúsund kílómetra víglínu.

Hann sagði hugmyndina um vopnahlé góða og hann myndi mögulega ræða málið frekar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Meðal þeirra krafna sem ráðamenn í Rússlandi hafa opinberað vegna innrásarinnar í Úkraínu er fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki fullu, auk Krímskaga, Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu.

Kröfurnar fela í raun í sér uppgjöf Úkraínu og varnarleysi í framtíðinni. Yfirmaður Financial Times i Moskvu segir ummæli Pútíns til marks um hann hafi ekki látið af kröfum sínum.

Sjá einnig: Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa

Pútín fjallaði einnig um ástandið í Kúrsk, þar sem úkraínskir hermenn hafa verið á undanhaldi síðustu daga. Sagði hann þá Úkraínumenn sem væru þar enn standa fyrir tveimur valmöguleikum. gefast upp eða falla. Þá velti hann vöngum yfir því hvað þrjátíu daga vopnahlé fæli í sér fyrir þá hermenn.

Þýddi það þeir fari allir? Ættum við sleppa þeim eftir þeir hafa framið fjölmarga glæpi?

Sjá einnig: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn

Hann sagði einnig Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahlé til fylla upp í raðir sínar og tryggja birgðir hersveita. Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahléið til styrkja varnir sínar, þjálfa menn sína eða hergögn á tímabilinu.

Hann nefndi ekki Rússar yrðu háðir sambærilegum skilyrðum.

Nafnalisti

  • Alexander Lúkasjenkaforseti Hvíta-Rússlands
  • BelarúsHvítaRússland
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Financial Timesbreskt dagblað
  • Kúrskkjarnorkukafbátur
  • Vladimír Pútínforseti

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 368 eindir í 20 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 19 málsgreinar eða 95,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,66.