Stjórnmál

Kærir Musk til hæsta­réttar vegna milljónagjafa til kjós­enda

Magnús Jochum Pálsson

2025-03-30 17:26

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Dómsmálaráðherra Wisconsin, demókratinn Josh Kaul, hefur kært yfirlýsingar Elon Musk, um hann ætli gefa tveimur kjósendum milljón dali, til hæstaréttar ríkisins. Tvö lægri dómstig hafa hafnað kæru Kaul sem vill meina greiðslur Musk feli í sér mútur.

Sjö dómarar sitja í hæstarétti Wisconsin-ríkis og er meirihluti þeirra, eða fjórir af sjö, frjálslyndur. Einn dómaranna, Ann Walsh Bradley sem hefur setið við dóminn í 30 ár, sest í helgan stein á næstunni sem getur leitt til þess hlutfallið snýst við.

stendur yfir kosning um arftaka Bradley þar sem valið er á milli Susan Crawford, dómara í County-sýslu sem Demókratar hafa stutt og Brad Schimel, dómara í Waukesha-sýslu sem Trump og Musk hafa stutt.

Það sem flækir málið er fimm af dómurunum sjö hafa lýst yfir stuðningi við annan hvorn frambjóðandann sem vekur spurningar um það hvort þeir geti tekið afstöðu til kærunnar á hendur Musk. AP hafa fjallað um kosningarnar og tilraunir Musk til hafa áhrif.

Hafa styrkt Schimel um 20 milljónir

Musk hefur skipulagt kosningafund í borginni Green Bay í Wisconsin í kvöld klukkan 19:30 staðartíma (23:30 á íslenskum tíma) þar sem einungis þeir, sem hafa skrifað undir undirskriftarlista til mótmæla aktívísta-dómurum, eru velkomnir. Þar ætlar hann gefa tveimur kjósendum milljón dala hvorn.

Musk og aðrir hópar sem hann styður hafa styrkt Schimel um meira en 20 milljónir Bandaríkjadala (um 2,6 milljarða króna) í kosningabaráttu hans.

Schimel, sem hefur klæðst MAGA-húfu í kosningabaráttunni, sagði í sjónvarpsviðtali hann hefði ekki stjórn á peningastyrkjum utanaðkomandi hópa, hvort sem það væru Elon Musk eða aðrir. Það eina sem Trump hefði beðið um væri aðgerðasinna-dómurum yrði hafnað og lögunum yrði fylgt.

Það er einmitt það sem ég hef lofað, hvort sem það er Trump, Elon Musk eða einhverjir styrktaraðilar eða kjósendur í Wisconsin. Það er skuldbinding mín, sagði Schimel við Fox News á sunnudag.

Musk áður gefið kjósendum pening

Met hefur verið slegið í baráttunni um hæstaréttarsætið þar sem aldrei hefur jafn miklum fjárhæðum verið varið í kosningabaráttu fyrir dómarasæti í Bandaríkjunum. Framboðin hafa þegar eytt meira en 81 milljónum dala (um 10,67 milljörðum króna).

Yfirlýsingar Trump um bjóða kjósendum háar peningagreiðslur eru áþekkar yfirlýsingum hans í forsetakosningunum í fyrra þar sem hann bauðst til gefa einum skráðum kjósanda í einu af sveifluríkjunum milljón dali á hverjum degi fram kosningunum.

Auðjöfurinn Elon Musk hefur heitið því gefa einum skráðum kjósenda í svokölluðum sveifluríkjum í Bandaríkjunum milljón dali á degi hverjum fram kosningum. Sérfræðingar segja þetta mögulega ólöglegt og ríkisstjóri Pennsylvaínu hefur kallað eftir því málið verði rannsakað.

Dómari í Pennsylvaníu sagði saksóknara ekki hafa sýnt fram á um ólöglega hlutaveltu væri ræða og leyfði Musk halda fjárútláti sínu út kjördag.

Musk birti færslu á föstudag á X þar sem hann sagðist ætla persónulega gefa tvær milljónir dala til tveggja kjósenda sem hefðu þegar kosið í kosningunum. Musk birti síðar aðra færslu til skýra mál sitt og sagði þá peningurinn færi til sérstakra talsmanna fyrir undirskriftarlista gegn aktívista-dómurum.

Musk sagði fyrst kosningafundurinn yrði opinn öllum þeim sem hefðu kosið í kosningunum en breytti því síðan og sagði fundinn aðeins opinn þeim sem hefðu skrifað undir undirskriftarlista hans.

Á föstudag gaf Musk fyrstu milljónina til manns frá Green Bay sem hafði styrkt Repúblikanaflokkinn í Wisconsin og Schimel til hæstaréttar.

Nafnalisti

  • Ann Walsh Bradley
  • Brad Schimel
  • Elon Muskforstjóri
  • Fox Newsbandarísk sjónvarpsstöð
  • Green Bay5-6 í deildinni
  • Josh Kaul
  • Susan Crawford
  • Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 589 eindir í 26 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 21 málsgrein eða 80,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,80.