Láta ekki af tollum nema þeim verði sýnd virðing

Ritstjórn mbl.is

2025-03-11 20:18

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Mark Carney, verðandi forsætisráðherra Kanada, segir kanadíska ríkisstjórnin muni ekki bregða út af því setja tolla á Bandaríkin þar til Bandaríkjamenn sýni Kanadamönnum virðingu og vilja í verki til stunda frjáls viðskipti.

Þetta kemur í kjölfar þess Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað í dag tvöfalda fyrirhugaða tolla á ál og stál frá Kanada. Tollarnir verða því 50% og taka þeir gildi á miðnætti á bandarískum tíma.

Carney segir tollana vera árás á kanadískt launafólk, fjölskyldur og fyrirtæki.

Ríkisstjórnin mun tryggja viðbrögð okkar hafi sem mest áhrif í Bandaríkjunum og minnst áhrif hér í Kanada, sagði Carney.

Segir Trump vilja innlima Kanada í Bandaríkin

Kanada og Bandaríkin eiga mikil viðskipti sín á milli. Helmingur af öllu innfluttu áli í Bandaríkjunum kemur frá Kanada og 20% af öllu innfluttu stáli.

Fyrr í þessum mánuði setti Trump 25% flata tolla á flestar vörur frá Kanada. Í kjölfarið setti Kanada á 25% hefndartolla og sagði Justin Trudeau, fráfarandi forsætisráðherra Kanada, Trump vera reyna knésetja kanadískt efnahagslíf til þess gera það auðveldara innlima Kanada sem 51. ríki Bandaríkjanna.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Justin Trudeauforsætisráðherra
  • Mark Carneybankastjóri Englandsbanka

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 193 eindir í 10 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,71.