Foreldrar handteknir eftir að hafa kvartað undan skóla dóttur sinnar
Pressan
2025-04-04 07:00
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Foreldrar níu ára stúlku segja að þeim hafi verið haldið á lögreglustöð í 11 klukkustundir eftir að þau kvörtuðu undan skóla dóttur sinnar á WhatsApp.
Maxie Allen og Rosalind Levine, segja að þau hafi verið handtekin og haldið klukkustundum saman, grunuð um áreiti, illgjörn samskipti og fyrir að valda óþægindum á yfirráðasvæði skóla.
Þau segja að þeim hafi áður verið bannað að koma í Cowley Hill grunnskólann í Borehamwood í Hertfordshire á Englandi eftir að þau höfðu gagnrýnt yfirkennarann og aðra stjórnendur skóland í WhatsApp hópi foreldra. Times skýrir frá þessu.
Skólastjórnendur sögðust hafa „leitað ráða hjá lögreglunni“ eftir að mikill fjölda beinna skilaboða og færslna á samfélagsmiðlum hafði komið illa við starfsfólk, foreldra og stjórnendur skólans.
Sky News segir að lögreglan í Hertforshire segi að handtökurnar hafi „verið nauðsynlegar til að hægt væri að rannsaka ásakanirnar til fulls eins og venjan er að gert sé í málum af þessu tagi“. Segir lögreglan að eftir rannsókn, hafi niðurstaðan verið að ekki væri þörf á frekari aðgerðum þar sem sönnunargögn skorti.
Allen segir að sex lögreglumenn hafi komið að heimil hans þann 29. janúar. Lögreglan verði að svara fyrir hvort hún telji þetta hafi verið viðeigandi og nauðsynlega aðgerð.
Nafnalisti
- Cowley Hill
- Maxie Allen
- Rosalind Levine
- Sky Newsbresk fréttastofa
- Timesbreskt dagblað
- WhatsAppsamskiptaforrit
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 211 eind í 9 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 66,7%.
- Margræðnistuðull var 1,91.