Stjórnmál

Grænlendingar mótmæltu ummælum Trumps um yfirtöku landsins

Hugrún Hannesdóttir Diego

2025-03-15 23:37

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Hundruð manna tóku þátt í mótmælum á Grænlandi í dag gegn endurteknum ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku landsins. Einnig var mótmælt í borgunum Sisimiut og Qaanaaq.

Um 800 mótmælendur í Nuuk efndu til kröfugöngu sem lauk við ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna. Þar sungu þeir grænlenska þjóðsönginn og lögðu grænlenska fána við bygginguna. Lögreglan lokaði fyrir umferð við ræðismannaskrifstofuna vegna mótmælanna.

Mótmælendur stilltu grænlenskum fánum við skrifstofu ræðismanns Bandaríkjanna. DR/Lasse Lindegaard

er nóg komið, sagði Jens Frederik Nielsen, formaður Demokratiit sem sigraði í nýafstöðnum þingkosningum, í samtali við danska ríkisútvarpið. Hann sagði mótmælin mikilvæg til sýna samstöðu Grænlendinga gegn ummælum Bandaríkjaforseta.

Formenn stjórnmálaflokka á þinginu sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu fyrir helgi þar sem þeir lýstu vanþóknun sinni. Þeir sögðu orð hans óásættanleg í garð vina og bandamanna.

Samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana á Grænlandi er meirihluti íbúa fylgjandi sjálfstæði frá Danmörku en mótfallinn því Bandaríkin innlimi landið.

Nafnalisti

  • Donald Trump Bandaríkjaforsetafrændi hennar
  • Jens Frederik Nielsen
  • Lasse Lindegaard
  • Qaanaaqbær
  • Sisimiutbær

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 160 eindir í 12 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 83,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,60.