Munu fjárfesta 20 milljarða dala í Bandaríkjum
Ritstjórn Viðskiptablaðsins
2025-03-24 17:01
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Suðurkóreski bílaframleiðandinn Hyundai mun koma til með að tilkynna hátt í 20 milljarða dala fjárfestingu og endurskipulagningu á bandarískum markaði. Fjárfestingin felur meðal annars í sér fimm milljarða dala stálverksmiðju í Louisiana-ríki.
Samkvæmt fréttamiðlinum CNBC er búist við sameiginlegri tilkynningu í dag frá Donald Trump Bandaríkjaforseta, Euisun Chung forseta Hyundai og Jeff Landry ríkisstjóra Louisiana.
Verksmiðjan umrædda mun koma til með að ráða um 1.500 manns og mun sjá um að framleiða næstu kynslóð af stáli sem notað verður í bandarískum bílaverksmiðjum Hyundai til að framleiða rafbíla.
Sjá einnig]] Softbank tilkynnir 100 milljarða dala fjárfestingu
Tilkynning Hyundai kemur á tíma þegar stórar alþjóðlegar samsteypur eltast nú við að forðast tolla og viðskiptastríð. Fyrirtæki eins og TSMC frá Taívan og Softbank frá Japan hafa einnig heimsótt Hvíta húsið á síðustu tveimur mánuðum til að kynna eigin fjárfestingar.
Nafnalisti
- CNBCbandarísk fréttastofa
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Euisun Chung
- Hvíta húsiðauglýsingastofa
- Jeff Landry
- Softbankjapanskt eignarhaldsfélag
- TSMCtaívanskur hálfleiðaraframleiðandi
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 134 eindir í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 85,7%.
- Margræðnistuðull var 1,76.