„Sáum blossann og tókum enga sénsa“

Ritstjórn mbl.is

2025-03-30 17:08

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Við sáum bara blossann og heyrðum lætin og tókum enga sénsa.

Þetta segir Ragnheiður Ólafsdóttir, vaktstjóri í Salalaug, en lauginni var lokað um skeið þegar starfsfólk varð vart við bæði þrumur og eldingar nærri lauginni.

Við hugsum fyrst og fremst um okkar viðskiptavini, segir Ragnheiður í samtali við mbl.is.

Sundlaugargestum var öllum safnað saman í innilauginni og fólki sem dreif á meðan lokuninni stóð var vísað frá.

Hvernig tók fólk þessu?

Það tóku þessu allir mjög vel. Auðvitað tekur fólk því vel þegar verið er hugsa um þeirra öryggi, segir Ragnheiður.

Segir hún flesta þá sem þurftu frá hverfa hafa setið og beðið þess laugin opnaði á ný en einhverjir hafi farið en snúið svo við þegar þeir heyrðu búið væri opna.

Salalaug hefur verið opnuð á ný og verður að óbreyttu opin til klukkan 18 í kvöld.

Nafnalisti

  • Ragnheiður Ólafsdóttirnuddari

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 155 eindir í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 88,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,49.