Mokkakaffi á Skólavörðustíg í tæp 67 ár: „Það þarf að hlúa að þessu“
Sigurður Þorri Gunnarsson
2025-03-29 07:00
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Það voru foreldrar Oddnýjar, hjónin Guðmundur Baldvinsson og Guðný Guðjónsdóttir, sem opnuðu kaffihúsið upprunalega 24. maí árið 1958.
„Pabbi var í námi á Ítalíu, að læra söng, og kynnist kaffihefðinni þar. Þegar hann kemur heim þá stofnuðu þau, mamma og pabbi, Mokka. Þetta varð smátt og smátt þeirra aðalatvinna, svo var söngurinn svona að auka með,“ segir Oddný Guðmundsdóttir og bætir við að svo hafi þau krakkarnir, þau eru þrjú systkinin, öll farið að vinna á kaffihúsinu. Mokka varð því fljótt sannkallað fjölskyldufyrirtæki og þriðja kynslóðin hefur bæst við reksturinn því börn Oddnýjar og systur hennar hafa einnig unnið á Mokka.
Mokka hefur verið starfandi óslitið á sama staðnum á Skólavörðustíg í tæp 67 ár.
„Við höfum aldrei hugsað þetta öðruvísi en að reka þennan eina stað og gera það vel. Þú þarft að sinna þessu ansi vel. Fjölskyldan er öll inni í þessu, þetta er bara okkar, ég held að það sé líka það. Það er eiginlega enginn galdraformúla þannig séð. En bara, það þarf að hlúa að þessu,“ segir Oddný þegar hún er spurð út í galdurinn á bak við langlífi fyrirtækisins.
Viðtalið í heild, við mæðginin Oddnýju og Stefán, er hér fyrir neðan.
Rétt er að geta þess að dagskrárgerðarmaður fór rangt með í innslaginu, hversu mörg ár kaffihúsið hefur verið starfandi. Það hefur verið starfandi í tæp 67 ár en ekki tæp 68.
Nafnalisti
- Guðmundur Baldvinssonstjórnarmaður í Eflingu
- Guðný Guðjónsdóttirforstjóri
- Oddnýþingmaður Suðurkjördæmis
- Oddný Guðmundsdóttir
- Stefánhálfbróðir Jóns í Litlabæ, föður Guðmundar Kamban rithöfundar og Gísla Jónssonar alþingismanns
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 254 eindir í 14 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 85,7%.
- Margræðnistuðull var 1,62.