Íþróttir

Sabonis ekki með Lit­háen á EM

Siggeir Ævarsson

2025-03-29 07:04

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

NBA stjarnan Domantas Sabonis, leikmaður Sacramento Kings, mun væntanlega ekki leika með Litháen á Evrópumóti karla í körfubolta síðsumars en Sabonis hefur verið glíma við þrálát meiðsli í vetur.

Sabonis hefur verið einn af lykilmönnum Kings í vetur en hann leiðir liðið í fráköstum með 14 meðaltali í leik og þá hefur hann skorað 19 stig og gefið rúmar sex stoðsendingar meðaltali. Hann hefur þó misst af tólf leikjum vegna meiðsla.

Meiðslin eru þó ekki ástæða fjarveru hans sögn fréttamiðilsins BasketNews heldur persónulegar ástæður. Þær gætu mögulega verið þær Sabonis er sagður hugsa sér til hreyfings frá Kings í sumar.

Litháen, sem leikur í B-riðli ásamt Þýskalandi, Finnlandi, Bretlandi, Svíþjóð og Svartfjallalandi, hefur þrisvar tekið gullið heim af EM, síðast í Svíþjóð 2003 og þá varð liðið í öðru sæti 2013 og 2015.

Sabonis, sem hefur tekið þátt í átta stórmótum með Litháen, hefur ekki tilkynnt formlega hann verði ekki með á mótinu í ár en fastlega er reiknað með hann geri það þegar Linas Kleiza, forseti litháenska körfuknattleikssambandsins, heimsækir Bandaríkin á næstunni.

Nafnalisti

  • Domantas SabonisKarl-Anthony Towns með 26 stig og 12 fráköst
  • Linas Kleiza
  • Sacramento Kingsmesti vandræðagemlingur deildarinnar

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 197 eindir í 7 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,71.