Vonast eftir breiðri samsteypustjórn í Grænlandi eftir kosningar á morgun
Þorgils Jónsson
2025-03-10 10:08
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Grænlendingar ganga að kjörborðinu á morgun og er óhætt að segja að sjaldan hefur meira legið undir en einmitt nú. Umræða um sjálfstæði Grænalnds og yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hann telji að Bandaríkin ættu að taka stjórn í Grænlandi setja svip á aðdraganda kosninganna.
Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, segir í viðtali við Danska ríkisútvarpið DR, að Trump komi fram við Grænlendinga af vanvirðingu.
„Við eigum skilið að komið sé fram við okkur af virðingu og það finnst mér forseti Bandaríkjanna ekki hafa gert síðan hann tók við embætt,“ segir Egede meðal annars í viðtalinu.
Hann vonast eftir breiðri samsteypustjórn eftir kosningarnar á morgun, í ljósi þessara umbrotatíma og segir ekki útilokað að sjálfstætt Grænland geti átt í ríkjasambandi við Danmörku.
Nafnalisti
- Donald Trump Bandaríkjaforsetafrændi hennar
- Múte B. Egedeformaður landsstjórnar Grænlands
- Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 129 eindir í 5 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 4 málsgreinar eða 80,0%.
- Margræðnistuðull var 1,64.