Fjórir létust í drónaárás Rússa
Ritstjórn mbl.is
2025-04-04 07:04
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Fjórir létust og meira en 30 slösuðust í drónaárás Rússa á borgina Kharkiv í austurhluta Úkraínu að sögn yfirvalda í Úkraínu í dag.
Rússar og Úkraínumenn hafa aukið loftárásir þótt Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi þrýst á gerð vopnahléssamnings til að binda enda á rúmlega þriggja ára stríð.
Árás Rússa í gærvköld beindist að íbúðar- og skrifstofubyggingum í Kharkiv og segir Oleg Synegubov, ríkisstjóri Kharkiv-héraðsins, að fjórir hafi látið lífið í árásunum og 35 slasast.
Rússneska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í dag að viðvörunarkerfi loftvarna hefðu stöðvað og eyðilagt 107 úkraínska dróna í nótt, þar af 34 yfir Kúrsk svæðinu og 30 yfir Oryol svæðinu.
Einn lést og annar særðist í árás úkraínskra dróna á þorp í í Bryansk-héraði.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Kharkivúkraínsk borg
- Kúrskkjarnorkukafbátur
- Oleg Synegubovhéraðsstjóri í Kharkív
- Oryolborg
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 122 eindir í 5 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,91.