Tolladagur Trumps runninn upp

Ástrós Signýjardóttir

2025-04-02 10:45

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst í kvöld kynna þá tolla sem hann hyggst setja á gegn helstu viðskiptaþjóðum Bandaríkjanna. Ekki er vitað á hvaða vörur hann mun setja tolla.

Hlutabréfamarkaðir um heim allan bregðast illa við óvissunni en Trump segir frelsisdagur Bandaríkjanna runninn upp.

Frá því Trump tók á ný við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar hefur hann verið iðinn við setja tolla á innfluttar vörur. Hann hefur meðal annars sett 20% toll á innfluttar vörur frá Kína og 25% tolla á stál, ál, bíla og varahluti í bíla.

Trump kallar þessa tolla hefndartolla og segir þá vera hefnd fyrir það hvernig ríki heims hafa komið fram við Bandaríkin.

Segir tollana í þágu bandarísku þjóðarinnar

Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir dagurinn stærsti í sögu Bandaríkjanna. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær sagði hún fyrirtæki og almenningur í Bandaríkjunum muni njóta góðs af tollunum, líkt og Trump hafi lofað í kosningabaráttu sinni.

Fjölmörg ríki hafa reynt semja við Bandaríkin um tolla. Þar á meðal eru Mexíkó og Bretland. Önnur ríki hafa svarað Bandaríkjunum í sömu mynt.

Kínverjar leggja 1015% toll á bandarískar landbúnaðarafurðir, Kanadamenn 25% toll á ál og stál og ESB ætlar setja tolla á alls kyns bandarískan varning 13. apríl.

Evrópusambandið hefur sagst ætla svara mögulegum tollum Trumps af fullum krafti en Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist munu bregðast við ákvörðun Trumps af yfirvegun.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Karoline Leavitttalskona Donalds Trump
  • Keir Starmerleiðtogi Verkamannaflokksins

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 255 eindir í 14 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,59.