Viðurkennir að traustið sé farið

Helgi Fannar Sigurðsson

2025-04-02 10:54

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, viðurkennir hann átti sig á hluti stuðningsmanna búinn missa traustið til hans.

Ástralinn tók við Tottenham fyrir síðustu leiktíð og fór vel af stað en síðan hefur farið halla undan fæti. Liðið er fast í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar, dottið úr báðum bikarkeppnunum á Englandi en er að vísu enn með í Evrópudeildinni.

Stuðningsmenn hafa áður látið óánægju sína í ljós á heimavelli Tottenham og Postecoglou meira að segja rifist við einhverja þeirra.

Það liggur enginn vafi á því stór hluti stuðningsmanna hefur ekki jafnmikla trú og áður á því sem við erum gera. Þeim leist á það sem þeir sáu í fyrra en það sama hefur ekki verið uppi á teningnum í ár, segir Postecoglou.

Ég er samt mjög bjartsýnn ennþá. Ég held við komumst yfir þetta og verðum mun betri. Ef við gerum það verðum við sterkari en áður.

Nafnalisti

  • Ange Postecoglouþjálfari Tottenham

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 166 eindir í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,69.