Íþróttir

Skelltu læri­sveinum Alonso og ó­trú­legt bikarævintýri heldur á­fram

Valur Páll Eiríksson

2025-04-02 10:32

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Bikarævintýri Arminia Bielefeld í þýska fótboltanum heldur áfram. Liðið sló bikarmeistara Bayer Leverkusen úr leik í gærkvöld og er á leið í bikarúrslit.

Bielefeld leikur í þriðju efstu deild í Þýskalandi og getur munað fífil sinn fegurri. Það var síðast í efstu deild tímabilið 202122 en féll tvö ár í röð og lenti þá í 14. sæti þriðju deildar á síðustu leiktíð.

Félagið keppist við Dynamo Dresden, Energie Cottbus og Saarbrucken um komast í næst efstu deild. Í bikarkeppninni hefur liðinu gengið hreint ótrúlega.

Liðið vann óvæntan 21 heimasigur á Bayer Leverkusen í gærkvöld til tryggja sæti sitt í bikarúrslitunum þýsku.

Margur hélt ævintýrið væri á enda þegar Jonathan Tah veitti Leverkusen forystuna eftir 17 mínútna leik en Marius Wörl jafnaði skömmu síðar. Maximilian Grosser kom Bielefeld þá yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks og með skipulögðum varnarleik vörðust heimamenn öllum árásum ríkjandi Þýskalands- og bikarmeistara.

Leverkusen er fjórða úrvalsdeildarliðið sem Bielefeld slær úr keppni í ár.

Bielefeld vann B-deildarlið Hannover 96 í fyrstu umferðinni í ágúst, þegar það vann 20 sigur. Síðan þá hefur liðið mætt engu nema úrvalsdeildarliðum.

Union Berlin vannst 20 í annarri umferð, Freiburg 31 í 16liða úrslitum, Werder Bremen 21 í 8liða úrslitum og síðast Bayer Leverkusen í gærkvöld.

Bielefeld hefur því ekki beint verið heppið með drátt, dragast gegn úrvalsdeildarliði í hverri umferð utan þeirrar fyrstu, en það hefur þó komið liðinu vel alla leikina í keppninni á heimavelli. Alm-völlurinn hefur sannarlega reynst liðinu sem vígi í vetur.

Ljóst er næsti leikur í keppninni verður ekki á heimavelli og áhugavert sjá hvernig Bielefeld vegnar í bikarúrslitum á Ólympíuleikvanginum í Berlín.

Andstæðingur liðsins verður annað hvort úrvalsdeildarliðanna Stuttgart eða RB Leipzig sem eigast við í undanúrslitum í kvöld.

Mörkin úr sigri Bielefeld á Leverkusen í gær sjá hér.

Nafnalisti

  • Arminia Bielefeld
  • Dynamo Dresdenþýskt Bdeildarlið
  • Energie Cottbus
  • Freiburgborg
  • Jonathan Tahmiðvörður Leverkusen
  • LeverkusenÞýskaland
  • Marius Wörl
  • Maximilian Grosser
  • Saarbruckenborg
  • Union Berlineina taplausa liðið ásamt Bayern
  • Werder Bremenþýskt lið

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 323 eindir í 18 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 18 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,83.