Íþróttir

Tindastóll leiðir í einvíginu gegn Keflavík

Jóhann Páll Ástvaldsson

2025-04-02 21:23

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Mummi Lú

Tindastóll leiðir í einvíginu gegn Keflavík í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta. Heimamenn á Sauðárkróki unnu sjö stiga sigur, 9487. Gestirnir úr Keflavík leiddu hins vegar í hálfleik, 4852.

Það stefnir í spennandi einvígi en Tindastóll varð deildarmeistari og Keflavík tryggði sér áttunda sæti sem er síðasta sætið í úrslitakeppninni.

Það lið sem vinnur fyrr þrjá leiki kemst áfram í undanúrslit. Næsti leikur fer fram á sunnudaginn í Keflavík.

Nafnalisti

  • Mummi Lúljósmyndari

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 83 eindir í 7 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,55.