Finnar vilja út úr jarðsprengjubanni

Ritstjórn mbl.is

2025-04-02 10:45

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Finnland mun á næstunni draga sig úr Ottawa-samkomulaginu um bann við jarðsprengjum og er það liður í breyttum landvörnum í ljósi útþenslustefnu Rússlands.

Samhliða þessu verður mikil áhersla lögð á uppbyggingu heraflans og endurnýjun vopnakerfa.

Til fjármagna það munu þrjú prósent af landsframleiðslu renna til varnarmála fyrir árið 2029, en Finnar verja 2,4 prósentum til málaflokksins.

Samkomulagið var fyrst undirritað á alþjóðaráðstefnu í Ottawa í Kanada árið 1997 og kveður á um bann við notkun, geymslu, framleiðslu og flutningi á jarðsprengjum sem beint er gegn fólki.

Síðan þá hafa alls 165 ríki heims undirritað samkomulagið eða heitið því vinna markmiðum þess. Bandaríkin, Rússland, Kína og flest ríki Mið-Austurlanda eru ekki aðilar jarðsprengjubanninu.

Moskva ógnar ríkjum Evrópu

Árásarstríð Moskvuvaldsins í Úkraínu og endurteknir stríðsglæpir hersins hafa ýtt við Evrópu og kynt undir þörf fyrir öflugri herafla þar. Fleiri ríki hafa þegar lýst því yfir þau muni á næstunni segja sig úr Ottawa-samkomulaginu, þ.e. Pólland, Eistland, Lettland og Litáen.

Ekki er útilokað enn fleiri ríki Evrópu fari sömu leið áður en langt um líður.

Finnland, sem jafnframt er aðildarríki Atlantshafsbandalaginu (NATO), á 1.340 kílómetra löng landamæri Rússlandi.

Hernaðarsérfræðingar telja ljóst jarðsprengjubelti verði lagt við landamærin til hægja á hugsanlegri innrás Rússlandshers, en fyrir eru víða við landamærin skriðdrekahindranir og skurðir.

herkvaðning í Rússlandi

Rússlandsforseti hefur gefið skipun um fjölga í heraflanum um 160 þúsund manns. Flestir þessara manna verða sendir í landhersveitir og á fjölgunin raungerast fyrir 15. júlí nk.

Er þetta fjölmennasta herkvaðning þar í landi frá upphafi árásarstríðsins í Úkraínu.

Búast við því framtíðarhermenn Rússlands verði karlmenn á aldrinum 1830 ára og líklega munu þeir koma frá afskekktum og fátækum svæðum, s.s. Síberíu.

Nafnalisti

    Svipaðar greinar

    Tölfræði

    • Textinn inniheldur 311 eind í 17 málsgreinum.
    • Það tókst að trjágreina 17 málsgreinar eða 100,0%.
    • Margræðnistuðull var 1,70.